Í viðtali við Fótbolta.net fyrr í byrjun mánaðar sagði Davíð Þór Viðarsson að nýr þjálfari yrði kynntur hjá FH fyrir mánaðarlok. Það verður hins vegar ekki raunin.
Eins og langflestir hafa heyrt verður Jóhannes Karl Guðjónsson næsti þjálfari FH, það hefur þó ekki verið staðfest. Hann er í starfi hjá AB í Kaupmannahöfn og það lítur út fyrir að hann muni stýra danska liðinu, sem er á mjög góðu skriði á toppi þriðju efstu deildar, fram að vetrarfríi í dönsku C-deildinni. Þrír leikir, og rúmar tvær vikur, eru eftir fram að tæplega fjögurra mánaða löngu vetrarhléi á dönsku deildinni.
Fótbolti.net ræddi við Davíð í dag og sagði hann að nýr þjálfari yrði kynntur fyrir mánaðamótin nóvember/desember.
Eins og langflestir hafa heyrt verður Jóhannes Karl Guðjónsson næsti þjálfari FH, það hefur þó ekki verið staðfest. Hann er í starfi hjá AB í Kaupmannahöfn og það lítur út fyrir að hann muni stýra danska liðinu, sem er á mjög góðu skriði á toppi þriðju efstu deildar, fram að vetrarfríi í dönsku C-deildinni. Þrír leikir, og rúmar tvær vikur, eru eftir fram að tæplega fjögurra mánaða löngu vetrarhléi á dönsku deildinni.
Fótbolti.net ræddi við Davíð í dag og sagði hann að nýr þjálfari yrði kynntur fyrir mánaðamótin nóvember/desember.
„Nýr þjálfari verður tilkynntur fyrir mánaðamótin nóvember/desember. Það verður einhvern tímann um miðjan mánuðinn eða seinni hluta mánaðar. Við erum búin að ráða þjálfara en það eru ytri aðstæður sem gera það að verkum að það er ekki hægt að tilkynna það fyrr," segir Davíð.
Hann var spurður hvort að ytri aðstæður væru þessir þrír fótboltaleikir, en hann vildi ekki tjá sig um það.
En er orðið ljóst hver mun aðstoða nýja þjálfarann?
„Nei, það er ekki búið að ganga frá því."
Leikmannahópurinn lifandi skjal
Björn Daníel Sverrisson og Ahmad Faqa eru farnir, er von á því að fleiri yfirgefi félagið?
„Það er ekkert komið í ljós, en eins og alltaf verða örugglega einhverjar breytingar. Við erum ágætlega mannaðir og það verða engar brjálaðar breytingar á hópnum. En eins og einhver góður maður sagði þá er leikmannahópurinn lifandi skjal."
Félagið mun njóta góðs af yngingu liðsins
Björn Daníel lagði skóna á hilluna og eru taldar líkur á því að hann taki við liði Sindra á Höfn. Ég veit að þið metið Björns Daníels mikið, en það gefur auga leið að hópurinn mun yngjast með hans brotthvarfi, og markmiðið hefur verð að yngja hópinn.
„Já, allavega í árum talið, en hann var alltaf mjög ungur í anda og léttur á því. Hópurinn mun yngjast, við viljum vera staður sem veitir ungum leikmönnum góða þjónustu í yngri flokkum og staður sem leikmenn okkar geta tekið skrefið úr því að vera yngri flokka leikmenn í það að verða meistaraflokksleikmenn."
„Það er samt líka á hreinu að leikmenn eins og Björn Daníel eru ótrúlega mikilvægir ungu og efnilegu liði. Það er ekki eins og við ætlum að fara inn í næsta tímabil og spila bara á 17-20 ára leikmönnum, það þurfa að vera reynslu- og gæðamiklir leikmenn inn á milli líka. Við erum ekki að fara í einhverjar öfgar með þetta, en ég stend klárlega við það að ég held að við sem félag munum njóta góðs af því ef við náum að koma fleiri yngri leikmönnum inn í liðið hjá okkur og fleiri yngri leikmenn fái mínútur. Það mun auka virði leikmannahópsins okkar og virði félagsins í leiðinni."
Telur að Heimir muni gera góða hluti hjá FH
Hvernig var að sjá Heimi taka við Fylki?
„Ég er spenntur fyrir því, ég held að hann eigi eftir að gera mjög góða hluti þarna. Það var greinilega mikil stemning þegar hann var til leiks og ég er ánægður með að hann hafi ekki verið lengi að finna sér nýtt starf - sem ég bjóst svo sem ekkert við að tæki hann langan tíma."
Athugasemdir

