Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 28. október 2025 16:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birnir Snær í Stjörnuna (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birnir Snær Ingason er genginn í raðir Stjörnunnar en hann kemur til félagsins frá KA. Hann skrifar undir þriggja ára samning.

Fótbolti.net sagði frá því fyrir rúmri viku síðan að mjög miklar líkur væru á því að Birnir færi í Garðabæinn og varð það svo raunin. Stjarnan tryggði sér Evrópusæti á sunnudag, liðið endaði Bestu deildina í 3. sæti.

Birnir er 28 ára kantmaður sem kom öflugur inn í lið KA og hjálpaði liðinu úr erfiðri stöðu. Hann kom til KA frá sænska félaginu Halmstad í júlí og samdi út tímabilið. Hann hefur einnig leikið með Fjölni, Val, HK og Víkingi. Tímabilið 2023 var Birnir besti leikmaður Íslandsmótsins.

Birnir er fyrsti leikmaðurinn sem Stjarnan krækir í þetta haustið og ljóst að félagið er stórhuga fyrir næsta tímabil.



Athugasemdir