Það stefnir í að einungis einn leikur fari fram á öðrum degi jóla í ensku úrvalsdeildinni í ár. Dagurinn er af mörgum er talinn einn heilagasti dagur ensku úrvalsdeildarinnar.
Endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin, en talið er líklegt að einungis einn leikur fer fram vegna samninga deildarinnar við sjónvarpsrétthafa. Daily Mail greinir frá.
Samkvæmt sjónvarpssamningum þarf Úrvalsdeildin að tryggja rétthöfum 33 umferðir sem fara fram um helgar.
Fjölgun leikja í Evrópukeppnum UEFA, ásamt því að FA bikarinn er spilaður um helgar, setur deildina í erfiða stöðu gagnvart sjónvarpsrétthöfum.
Því neyðist deildin til að raða umræddri helgi niður sem hefðbundinni helgi, sem fyllir í 33 umferða kvótann.
Í neðri deildum Englands verður aftur á móti engin breyting gerð á þar sem annar í jólum verður áfram einn stærsti fótboltadagur ársins.
Annar í jólum ber þó upp á laugardag á næsta ári og því verður dagskráin þá með hefðbundnu sniði.

