Heimild: Thorsport
Lucas Vieira Thomas er markmaður sem fæddur er árið 2009. Hann var á dögunum í Sviss þar sem hann var á reynslu hjá Winterthur.
Winterthur er í svissnesku úrvalsdeildinni og Lucas æfði með U17 ára liði félagsins.
Winterthur er í svissnesku úrvalsdeildinni og Lucas æfði með U17 ára liði félagsins.
Hann var á eldra ári 3. flokks síðasta sumar en lék nær eingöngu með 2. flokki hjá Þór.
Hann stóð meðal annars milli stanganna þegar Þórsarar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 3-1 sigri á Breiðablik í lokaumferð Íslandsmótsins í haust. Lucas var einnig hluti af Íslandsmeistaraliði Þórs í 3. flokki 2024.
Lucas æfði með U17 ára liði Winterthur og á heimasíðu Þórs kemur fram að hann hafi látið vel af dvöl sinni.
Fjallað var um Lucas síðasta vetur þegar hann fór í öfluga brasilíska markvarðaakademíu.
Athugasemdir

