Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 28. október 2025 16:22
Elvar Geir Magnússon
Saliba og Martinelli frá en Rice, Saka og Calafiori klárir
Bukayo Saka og William Saliba.
Bukayo Saka og William Saliba.
Mynd: EPA
Arsenal tekur á móti Brighton í enska deildabikarnum annað kvöld. Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var spurður út í meiðslastöðuna hjá liðinu fyrir komandi leik.

Varnarmaðurinn William Saliba varð fyrir meiðslum í sigrinum gegn Crystal Palace en hann fór af velli í hálfleik. Sóknarmaðurinn Gabriel Martinelli fann fyrir eymslum eftir leik og þeir verða ekki með á morgun þar sem þeir þurfa að fara í nánari skoðun.

En góðu fréttirnar fyrir stuðningsmenn Arsenal eru að Bukayo Saka, Declan Rice og Riccardo Calafiori eru allir leikfærir fyrir morgundaginn.

þriðjudagur 28. október
19:45 Grimsby - Brentford
19:45 Wycombe - Fulham
20:00 Wrexham - Cardiff City

miðvikudagur 29. október
19:45 Arsenal - Brighton
19:45 Liverpool - Crystal Palace
19:45 Swansea - Man City
19:45 Wolves - Chelsea
20:00 Newcastle - Tottenham
Athugasemdir
banner