Haukur Páll Sigurðsson hefur látið af störfum sem aðstoðarþjálfari Vals en hann var í því starfi í tvö ár. Fjórtán ár þar á undan var hann leikmaður með Val þar sem hann vann Íslandsmeistaratitilinn þrisvar og bikarinn tvisvar.
Túfa var rekinn sem þjálfari Vals í gær og á sama tíma tilkynnti félagið að samið hefði verið um starfslok við Hauk Pál.
Túfa var rekinn sem þjálfari Vals í gær og á sama tíma tilkynnti félagið að samið hefði verið um starfslok við Hauk Pál.
„Þessi tími hefur verið ótrúlega skemmtilegur margar mjög góðar minningar sem ég mun lifa á alla mína ævi. Öll þau vinasambönd sem maður er búinn að mynda og allt það frábæra fólk sem maður hefur kynnst hjá félaginu eru ómetanlegar í minnisbankann," skrifar Haukur í kveðjupistli á Instagram.
Þar þakkar hann samferðarfólki sínu í gegnum Valstímann og nefnir fyrstan Börk Edvardsson, fyrrum formann fótboltadeildar Vals.
Kveðjupistill Hauks í heild sinni:
Kæru Valsmenn
Þann 31 des 2009 skrifaði ég undir minn fyrsta samning við Val og síðan eru liðin 16 ár og 14 af þessum árum var ég leikmaður. Þrír Íslandsmeistara titlar og tveir bikar titlar ásamt nokkrum öðrum minni titlum.
Þessi tími hefur verið ótrúlega skemmtilegur margar mjög góðar minningar sem ég mun lifa á alla mína ævi. Öll þau vinasambönd sem maður er búin að mynda og allt það frábæra fólk sem maður hefur kynnst hjá félaginu eru ómetanlegar í minnisbankann. Mig langar hér að þakka nokkrum aðilum fyrir samstarfið í gegnum árin og þá sérstaklega ber að nefna Börk Edvardsson sem fékk mig í Val á sínum tíma og öllum þeim leikmönnum sem ég hef spilað með og þjálfað á þessum árum. Á löngum ferli gleymir maður kannski eflaust einhverjum nöfnum en mig langar til að þakka nokkrum aðilum Gulla Jóns, James Bett, Kristjáni Guðmunds, Freyr Alexandersyni, Magga Gylfa, Dragan, Donna, Kristó Sigurgeirs og Rajko
Óli Jó og Bjössi Hreiðars eiga náttúrulega stóran þátt í minni vegferð í Val og þakka ég þeim sérstalega fyrir þann tíma sem þeir stjórnuðu liðinu.
Heimir Guðjóns, Tufa, Helgi Sig, Arnar Grétars, Siggi Hösk, takk fyrir mig. Arnar Grétars og Túfa fyrir að hafa trú á mér og fá mig inn mig sem aðstoðarþjálfara.
Öllum sjúkraþjálfurum, styrktarþjálfurum, markmannsþjálfurum og liðsstjórum þakka ég samstarfið og vináttuna svo ekki sé nú talað um þá sem sjá um öryggisgæsluna Eddi, Skúli, Ótthar, Gulli, Leifur og eflaust fleiri. Starfsfólki Vals og öllum stjórnarfólki þakka ég samferðina og þá sérstaklega öllu stuðningsfólki Vals sem hafa staðið með liðinu í blíðu og stríðu, þið eruð best.
Ekki má gleyma fjölskyldu minni sem hefur sýnt mér ótrúlegan skilning og stutt mig öll þessi ár
Ég er mjög stoltur af veru minni hjá Val og óska félaginu alls hins besta
Takk fyrir mig
Áfram Valur
Athugasemdir


