Víkingur greindi frá því í dag að Orri Freyr Hjaltalín væri orðinn vallarstjóri hjá félaginu. Hann hafði sinnt því starfi tímabundið frá því í apríl og hefur nú verið ráðinn til frambúðar.
Orri er fyrrum leikmaður Þórs, Grindavíkur og Magna. Hann lagði skóna á hilluna 2019 eftir að hafa leikið með GG í Grindavík. Hann var svo þjálfari Þórs í Lengjudeildinni 2021.
Hann lék á sínum ferli 478 KSÍ leiki og skoraði í þeim 110 mörk. Hann lék þá sex leiki með U21 landsliðinu og skoraði eitt mark.
Orri er fyrrum leikmaður Þórs, Grindavíkur og Magna. Hann lagði skóna á hilluna 2019 eftir að hafa leikið með GG í Grindavík. Hann var svo þjálfari Þórs í Lengjudeildinni 2021.
Hann lék á sínum ferli 478 KSÍ leiki og skoraði í þeim 110 mörk. Hann lék þá sex leiki með U21 landsliðinu og skoraði eitt mark.
Úr frétt af heimasíðu Vikings
Í starfi vallarstjóra ber Orri m.a. ábyrgð á allri verkstjórn vegna viðhalds valla og mannvirkja Víkings ásamt undirbúningi knattspyrnuvalla fyrir mótahald. Þá sinnir vallarstjóri daglegu eftirliti og umhirðu á íþróttasvæðum Víkings, þar með talið á grasvöllum, gervigrasvöllum og annarri aðstöðu Víkings utandyra.
Orri Hjaltalín, sem er 45 ára gamall, býr yfir langri reynslu af ýmsum störfum en hann sinnti starfi vallarstjóra fyrir Grindavík í tvö ár ásamt því að starfa við grunnskólakennslu í u.þ.b. 15 ár og við þjálfun yngri og eldri flokka í um 25 ár. Orri býr einnig yfir afar langri reynslu sem knattspyrnuleikmaður og spannar hans ferill í meistaraflokki heil 23 ár, lengst af með Þór á Akureyri og Grindavík.
Mikil ánægja er innan Víkings með ráðningu Orra og bjóðum við hann formlega hjartanlega velkominn í félagið.
Athugasemdir


