Lutz Pfannenstiel bindur ekki bagga sína sömu hnútum og samferðarmenn. Þessi skrautlegi karakter fær talsverað umfjöllun í breskum fjölmiðlum eftir að hann var ráðinn íþróttastjóri skoska félagsins Aberdeen.
Þessi 52 ára Þjóðverji var markvörður á leikmannaferli sínum og ferðaðist víða, hann spilaði með félagsliðum í öllum heimsálfum. Þegar hann var nítján ára hafnaði hann samningi Bayern München því hann vildi ferðast um heiminn. Hann var meðal annars á reynslu hjá Keflvíkingum í byrjun árs árið 2004.
FourFourTwo tímaritið hefur lýst honum sem „klikkaðasta manninum í boltanum".
Þessi 52 ára Þjóðverji var markvörður á leikmannaferli sínum og ferðaðist víða, hann spilaði með félagsliðum í öllum heimsálfum. Þegar hann var nítján ára hafnaði hann samningi Bayern München því hann vildi ferðast um heiminn. Hann var meðal annars á reynslu hjá Keflvíkingum í byrjun árs árið 2004.
FourFourTwo tímaritið hefur lýst honum sem „klikkaðasta manninum í boltanum".
Hann lenti í ýmsum ævintýrum á ferlinum og var til dæmis í fangelsi í Singapúr í 101 dag árið 2001 vegna ásakana um veðmálasvindl en var látinn laus vegna skorts á sönnunargögnum. Pfannenstiel sagði að hann hefði einfaldlega verið að „spila of vel“.
Pfannenstiel rændi mörgæs þegar hann spilaði í Nýja-Sjálandi og lét hana í baðkerið heima hjá sér. Hann skilaði mörgæsinni eftir að forseti Otago United, félagsliðs hans, varaði hann við því að honum gæti verið vísað úr landi.
Nánar er fjallað um þennan skrautlega einstakling í grein BBC.
Fróðlegt verður að sjá hvernig honum vegnar í starfi hjá Aberdeen en Kjartan Már Kjartansson er meðal leikmanna liðsins. Kjartan hefur reyndar enn ekki fengið tækifærið hjá liðinu en pressa er á stjóranum Jimmy Thelin þar sem liðið hefur aðeins unnið þrjá leiki af fimmtán á tímabilinu.
Athugasemdir


