Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 28. október 2025 14:00
Elvar Geir Magnússon
Enginn tímarammi á Rodri sem er þó byrjaður að æfa
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segist ekki vita hvenær miðjumaðurinn Rodri sé væntanlegur til baka af meiðslalistanum. Spænski miðjumaðurinn hefur ekki spilað síðan í byrjun mánaðarins vegna vöðvameiðsla.

„Hann er byrjaður að æfa með liðinu en er ekki orðinn klár. Vonandi verður hann klár sem fyrst en ég er ekki með neinn tímaramma," segir Guardiola.

Rodri hefur ekki náð sér almennilega í gang síðan hann meiddist illa á hné fyrir þrettán mánuðum.

Ljóst er að hann verður ekki með City í deildabikarnum á morgun þegar liðið heimsækir Swansea.

Rayan Ait Nouri og Abdukodir Khusanov eru klárir í slaginn en Khusanov er þó ekki tilbúinn í byrjunarliðið. Erling Haaland lenti í árekstri við stöngina í tapi City gegn Aston Villa og verður að öllum líkindum hvíldur í leiknum á morgun.

Þrír leikir verða í deildabikarnum, 16-liða úrslitum, í kvöld og hinir fimm verða á morgun.

þriðjudagur 28. október
19:45 Grimsby - Brentford
19:45 Wycombe - Fulham
20:00 Wrexham - Cardiff City

miðvikudagur 29. október
19:45 Arsenal - Brighton
19:45 Liverpool - Crystal Palace
19:45 Swansea - Man City
19:45 Wolves - Chelsea
20:00 Newcastle - Tottenham
Athugasemdir
banner