Fyrir tímabilið spái Ofurtölvan því að Sunderland myndi enda í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. En nýliðarnir eru í fjórða sæti að loknum níu umferðum. Stjóri liðsins, Régis Le Bris, segir að markmið liðsins séu þó enn þau sömu; halda sér í deildinni.
„Við viljum ná 40 stigum sem fyrst og tryggja áframhaldandi veru. Það er mjög góður andi í félaginu og mikil samheldni, ekki bara hjá leikmönnum heldur líka hjá stuðningsmönnum. Þeir eiga þetta skilið," segir sá franski.
Hann stefnir á 40 stig og er næstum hálfnaður í að ná því markmiði.
„Við viljum ná 40 stigum sem fyrst og tryggja áframhaldandi veru. Það er mjög góður andi í félaginu og mikil samheldni, ekki bara hjá leikmönnum heldur líka hjá stuðningsmönnum. Þeir eiga þetta skilið," segir sá franski.
Hann stefnir á 40 stig og er næstum hálfnaður í að ná því markmiði.
Það er ekki hægt að segja að það hafi skapað mikla spennu þegar Sunderland tilkynnti um ráðningu á Le Bris sumarið 2024. Stjóraleitin hafði tekið þrjá mánuði og endaði á manni sem var nýfallinn úr frönsku deildinni með Lorient.
En eftir átta ára fjarveru úr efstu deild sigraði Sunderland lið Coventry í úrslitaleik umspils Championship-deildarinnar.
„Stuðningsmennirnir elska hann. Úrslitin eru það fyrsta sem vinna þá á sitt band og hann náði þeim. En stuðningsmennirnir sjá líka að hann indæll gaur sem kemur vel fyrir á fréttamannafundum. Hann brosir, getur slegið á létta strengi og er með þolinmæði," segir Nick Barnes, íþróttafréttamaður BBC.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 9 | 7 | 1 | 1 | 16 | 3 | +13 | 22 |
| 2 | Bournemouth | 9 | 5 | 3 | 1 | 16 | 11 | +5 | 18 |
| 3 | Tottenham | 9 | 5 | 2 | 2 | 17 | 7 | +10 | 17 |
| 4 | Sunderland | 9 | 5 | 2 | 2 | 11 | 7 | +4 | 17 |
| 5 | Man City | 9 | 5 | 1 | 3 | 17 | 7 | +10 | 16 |
| 6 | Man Utd | 9 | 5 | 1 | 3 | 15 | 14 | +1 | 16 |
| 7 | Liverpool | 9 | 5 | 0 | 4 | 16 | 14 | +2 | 15 |
| 8 | Aston Villa | 9 | 4 | 3 | 2 | 9 | 8 | +1 | 15 |
| 9 | Chelsea | 9 | 4 | 2 | 3 | 17 | 11 | +6 | 14 |
| 10 | Crystal Palace | 9 | 3 | 4 | 2 | 12 | 9 | +3 | 13 |
| 11 | Brentford | 9 | 4 | 1 | 4 | 14 | 14 | 0 | 13 |
| 12 | Newcastle | 9 | 3 | 3 | 3 | 9 | 8 | +1 | 12 |
| 13 | Brighton | 9 | 3 | 3 | 3 | 14 | 15 | -1 | 12 |
| 14 | Everton | 9 | 3 | 2 | 4 | 9 | 12 | -3 | 11 |
| 15 | Leeds | 9 | 3 | 2 | 4 | 9 | 14 | -5 | 11 |
| 16 | Burnley | 9 | 3 | 1 | 5 | 12 | 17 | -5 | 10 |
| 17 | Fulham | 9 | 2 | 2 | 5 | 9 | 14 | -5 | 8 |
| 18 | Nott. Forest | 9 | 1 | 2 | 6 | 5 | 17 | -12 | 5 |
| 19 | West Ham | 9 | 1 | 1 | 7 | 7 | 20 | -13 | 4 |
| 20 | Wolves | 9 | 0 | 2 | 7 | 7 | 19 | -12 | 2 |
Athugasemdir

