Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 28. október 2025 17:00
Elvar Geir Magnússon
Richards ekki með til Liverpool
Mynd: EPA
Liverpool tekur á móti Crystal Palace á morgun í enska deildabikarnum. Oliver Glasner, stjóri Palace, var spurður að því á fréttamannafundi í dag hvernig staðan væri á hópnum?

„Staðan er bara mjög fín í hreinskilni sagt. Chris Richards er í smá brasi með kálfann á sér svo hann fer ekki með til Liverpool," svaraði Glasner sem býst við því að varnarmaðurinn ætti að geta verið með gegn Brentford um næstu helgi.

„Staðan á öllum öðrum er mjög góð. Leikmenn sýndu á Emirates að þeir eru í góðu standi. Þeir reyndu við jöfnunarmark alveg til lokaflauts."

Glasner opinberaði á fréttamannafundinum í dag að varnarmaðurinn ungi Jaydee Canvot og markvörðurinn Walter Benítez myndu fá tækifæri í byrjunarliðinu.

Þrír leikir verða í deildabikarnum, 16-liða úrslitum, í kvöld og hinir fimm verða á morgun.

þriðjudagur 28. október
19:45 Grimsby - Brentford
19:45 Wycombe - Fulham
20:00 Wrexham - Cardiff City

miðvikudagur 29. október
19:45 Arsenal - Brighton
19:45 Liverpool - Crystal Palace
19:45 Swansea - Man City
19:45 Wolves - Chelsea
20:00 Newcastle - Tottenham
Athugasemdir
banner