Gunnar Vatnhamar, miðvörður Víkings og færeyska landsliðsins, ræddi við Fótbolta.net fyrr í þessum mánuði. Hann átti ansi eftirminnilega viku í byrjun mánaðar þar sem Víkingur varð Íslandsmeistari í annað sinn með Víkingi og færeyska landsliðið vann svo leiki gegn Svartfjallalandi og Tékklandi í undankeppni HM.
Færeyska liðið á ennþá örlítinn möguleika á því að fara í umspilið fyrir HM, en liðið þarf að fá fleiri stig en Tékkland í lokaumferð undankeppninnar. Færeyjar eiga útileik við Króatíu og Tékkland heimaleik við Gíbraltar.
Færeyska liðið á ennþá örlítinn möguleika á því að fara í umspilið fyrir HM, en liðið þarf að fá fleiri stig en Tékkland í lokaumferð undankeppninnar. Færeyjar eiga útileik við Króatíu og Tékkland heimaleik við Gíbraltar.
„Við erum með marga unga leikmenn sem eru að gera vel, það er spennandi að fylgjast með landsliðinu, við erum að vaxa sem lið og ungu leikmennirnir eru að vaxa líka, U21 árs liðið er að gera vel. Tilfinningin mín fyrir hópnum og því sem er að gerast utan vallar er ótrúlega góð. Við erum að gera eitthvað rétt miðað við að við erum með svona öfluga leikmenn. Þegar horft er í hversu vel við erum að gera núna þá verður maður enn spenntari fyrir framhaldinu. Við höfum trú á okkur sjálfum, höfum trú á hópnum og taktíkinni sem við spilum. Ef við spilum rétt úr spilunum getum við farið langt og það er markmiðið," sagði Gunnar í viðtalinu sem má nálgast í spilaranum neðst.
Degi áður en viðtalið var tekið vann færeyska kvennalandsliðið í handbolta íslenska liðið. Af hverju er þessi uppsveifla í íþróttum í Færeyjum?
„Það er erfitt að svara því, ég veit ekki af hverju, en ég veit að það er mjög mikil sjálfboðavinna unnin hjá foreldrum, þjálfurum og öllum sem koma að liðunum í Færeyjum. Það er unnin gríðarleg vinna á hverju ári til að styðja við liðin, við viðburði sem við höldum og við unga iðkendur. Núna sést að það er að skila sér. Við erum alltaf að sjá fleiri og fleiri hæfileikaríka einstaklinga koma upp í gegnum starfið okkar. Bæði í handbolta og fótbolta. Það er ótrúlega gaman að sjá þetta gerast."
„Það sést að það sem við erum að gera er að borga sig, en það þarf að fórna. Þetta er mikil vinna, sjálfboðavinna. Það er gaman að sjá landsliðin í handbolta, maður hefur heyrt sögurnar á bakvið leikmennina, klukkutímana í íþróttahöllunum sem hafa farið í að verða betri, það er áhrifamikið."
„Þannig er það í Færeyjum, þú þarft að leggja á þig, við erum ekki svo mörg og þurfum að nota það sem við höfum. Við erum góð í því, nýtum styrkleika okkar okkur í hag. Þessa stundina lítur þetta vel út."
„Það eru allir mjög stoltir að spila fyrir landsliðin. Það að spila fyrir landsliðið eru stærstu stundirnar, allavega frá mér séð, það eru stærstu leikirnir og í hvert sinn er draumur að rætast," sagði Gunnar.
Athugasemdir




