Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 30. nóvember 2018 11:00
Fótbolti.net
Gummi Tóta um Óla Kristjáns: Fannst oft vera stirt á milli okkar
Lærði mikið á tímanum í Danmörku
Guðmundur í leik með Nordsjælland á sínum tíma.
Guðmundur í leik með Nordsjælland á sínum tíma.
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Í hreinskilni sagt voru þetta ekki skemmtileg ár og alls ekki minn skemmtilegasti tími á ferlinum. Það voru ýmsar ástæður fyrir því," sagði Guðmundur Þórarinsson í hlaðvarpsþættinum Miðjunni þegar hann rifjaði upp árið 2015 hjá Nordsjælland í Danmörku.

Gummi yfirgaf norska félagið Sarpsborg árið 2014 og fór þá til Nordsjælland. Þar segist hann hafa lært mikið.

„Ég gerði fullt af mistökum þar sjálfur og maður hefur læt mikið á þessari vegferð. Ég get ekki einu sinni útskýrt hversu sterkari einstaklingur ég er í dag fyrir vikið. Það er ótrúlega góð tilfinning. Lífið spyr mann mjög oft 'hvað viltu? Ertu í þessu til að vinna eða ætlaru að gefast upp' Ég hef lent í mörgum svona augnablikum og fyrir vikið orðið miklu sterkari og lært helling af þessu."

Væri til í kaffibolla með Óla Kristjáns
Ólafur Kristjánsson var þjálfari Nordsjælland á þessum tíma og Guðmundur segir að sambandið við hann hafi verið stirt.

„Ég hefði getað tæklað hlutina öðruvísi sjálfur. Ég hef ekki hitt á þjálfarann minn sem var þarna eftir á en það væri gaman að ræða málin yfir kaffibolla hvernig þetta var svona oft á tíðum. Ég held að það sé illa gert af mér að ræða það nánar í podcasti þar sem hann er langt í burtu en mér fannst oft vera stirt á milli okkar. Við áttum erfitt með að ná saman. Það er eins og það er."

„Við vorum tveir Íslendingar Í Dnmörku og ég skildi að það væri erfitt fyrir hann að vera með Íslending í þessu umhverfi þar sem hann er að sanna sig sem þjálfari. Það voru margir þættir sem spiluðu inn í en ég var mjög ánægður þegar Rosenborg kom og hafði áhuga á að fá mig,"
sagði Guðmundur en hann fór frá Nordsjælland tveimur mánuðum eftir að Ólafur hætti sem þjálfari liðsins.

Adam Örn Arnarson, Guðjón Baldvinsson og Rúnar Alex Rúnarsson voru með Guðmundi hluta af hans tíma hjá Nordsjælland og sem og fleiri ungir leikmenn. Guðmundur talar meira um tímann hjá Nordsjælland í hlaðvarpsþættinum Miðjunni.

Þar ræðir Guðmundur einnig um magnaðan tíma þegar hann varð tvöfaldur meistari með Rosenborg og í kjölfarið félagaskipti sín til Norrköping sem fóru fram á nokkuð furðulegan hátt.

Smelltu hér til að hlusta á Gumma og Ingó í Miðjunni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner