Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 31. maí 2022 18:50
Brynjar Ingi Erluson
„Ekkert hægt að skipuleggja líf sitt út frá einhverjum sögusögnum"
Rúnar Alex í leik með Arsenal
Rúnar Alex í leik með Arsenal
Mynd: Getty Images
Mynd: KSÍ
„Ég er að klára þessa landsleiki og svo sest ég niður með mínum aðilum og mínu fólki og ræði málin," sagði Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Arsenal og íslenska landsliðsins, er hann var spurður út í framtíðina í viðtali við Fótbolta.net.

Rúnar Alex var keyptur til Arsenal frá Dijon fyrir tveimur árum og lék sex leiki á fyrsta tímabili sínu þar.

Hann spilaði fjóra leiki í Evrópudeildina en aðeins einn leik í ensku úrvalsdeildinni og annan í bikarnum.

Landsliðsmarkvörðurinn fékk mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína og var ástralski markvörðurinn Mat Ryan fenginn til Arsenal í janúarglugganum til að vera Bernd Leno til halds og trausts og missti því Rúnar sæti sitt í Evrópudeildarhópnum og var orðinn þriðji markvörður liðsins.

Rúnar var lánaður til Leuven í Belgíu á síðasta tímabili og stóð hann sig vel þar en hann veit ekki hvað tekur við í sumar.

„Nei, ég fór í smá frí og byrjaði svo að æfa með landsliðinu. Þeir voru að klára sitt tímabil og voru í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti, þannig þeir voru ekki að eyða neinni orku í það sem er skiljanlegt," sagði Rúnar.

Það hafa verið sögusagnir um það að þýski markvörðurinn Bernd Leno sé á förum frá Arsenal.

„Jájá, það eru bara sögur. Það er ekkert hægt að skipuleggja líf sitt út frá einhverjum sögusögnum. Ég bara tek hverjum deginum sem kemur og reyni að brosa í gegnum daginn og sé hvernig málin þróast," sagði Rúnar í lokin.
Rúnar Alex: Ætla að kommenta sem minnst á þetta
Athugasemdir
banner
banner
banner