Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 31. júlí 2020 14:00
Elvar Geir Magnússon
Hefur ekki trú á því að þetta verði hans síðasti leikur
Pierre-Emerick Aubameyang.
Pierre-Emerick Aubameyang.
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta hefur ekki trú á því að bikarúrslitaleikurinn á morgun verði síðasti leikur Pierre-Emerick Aubameyang fyrir Arsenal.

Aubameyang er 31 árs og á bara eitt ár eftir af samningi sínum. Framtíð hans er í óvissu.

Það er mikilvægt fyrir Arsenal að vinna úrslitaleikinn gegn Chelsea Sigur færir liðinu sæti í Evrópudeildinni og um leið mikilvægt fjármagn.

„Ég er ekki með þá tilfinningu að þetta verði hans síðasti leikur fyrir félagið. En til að halda svona leikmanni hjá félaginu þínu þá þarft þú að hafa upp á ýmislegt að bjóða," segir Arteta.

„Það er ekkert leyndarmál að fjárhagslega myndi það hjálpa okkur mikið að vinna þennan leik. Og frá íþróttalegu sjónarmiði er nauðsynlegt fyrir félagið að spila í Evrópukeppni."

„Ekki gleyma því að hann er samningsbundinn hérna og við viljum halda honum."
Athugasemdir
banner
banner
banner