Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 31. ágúst 2022 12:33
Elvar Geir Magnússon
Kluivert fékk synjun á atvinnuleyfi og fer ekki til Fulham
Justin Kluivert (til vinstri).
Justin Kluivert (til vinstri).
Mynd: EPA
Ekkert verður af fyrirhuguðum félagaskiptum Justin Kluivert frá Roma til Fulham en Hollendingurinn fékk synjun á atvinnuleyfi á Bretlandi.

Roma var búið að samþykkja að lána Kluivert til Fulham en enska félagið hefði svo verið skyldugt til að kaupa hann eftir tímabilið.

Vængmaðurinn hefur ekki spilað nægilega marga leiki fyrir Roma að undanförnu til að standast kröfur um að fá atvinnuleyfi á Englandi.

Fulham hefur hinsvegar gert samkomulag við PSG um að fá vinstri bakvörðinn Layvin Kurzawa lánaðan og þá er félagið að vinna í að semja við Brasilíumanninn reynslumikla Willian.


Athugasemdir
banner
banner
banner