Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 30. desember 2010 19:00
Friðrik Salvar Bjarnason
Heimild: Goal.com 
Hodgson: Hvar er þessi frægi Anfield stuðningur?
Hodgson niðurlútur í gær
Hodgson niðurlútur í gær
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson knattspyrnustjóri liverpool er búinn að finna sökudólginn fyrir tapinu í gær.

Í stað þess að kenna sjálfum sér um þá hefur hann ákveðið að benda á stuðningsmenn félgasins.

„Þessi frægi Anfield stuðningur hefur ekki verið til staðar, fólk var óánægt með fyrri eigendur og nú kalla þeir á Kenny Dalglish,“ sagði Hodgson og hélt áfram

„Ég vona bara að þessir áhorfendur breytist í stuðningsmenn því við þurfum svo sannarlega á stuðningnum að halda.“

„Neikvæðnin hefur áhrif á sjálfstraustið hjá okkur. En ég er byrjaður að venjast þessu. Því ég hef þurft að taka á móti þessu síðan ég byrjaði hér.“

Stuðningsmenn Liverpool kölluðu nafn Dalglish ítrekað og einnig kaldhæðnislega „Hodgson for England“ eða Hodgson í enska landsliðið

„Ef ég væri stuðnigsmaður væri ég vissulega vonsvikin en ég hef séð tíma sem þessa og ég hef trú á því að við náum að vinna okkur úr þessum vanda.“

Nú er bara spurning hversu lengi Hodgson heldur starfi sínu því það er ljóst að stuðningsmenn Liverpool eru búnir að fá sig fullsadda af veru hans í bítlaborginni.


banner