Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
   mið 24. desember 2025 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Afríkukeppnin í dag - Ekkert fær fótbolta stöðvað
Fílabeinsströndin spilar við Mósambík
Fílabeinsströndin spilar við Mósambík
Mynd: EPA
Fjórir leikir eru á dagskrá í Afríkukeppninni í dag, sjálfan Aðfangadaginn, og geta því þyrstir fótboltaáhugamenn gluggað í smá bolta yfir jólasteikinni.

Mótið er haldið í Marokkó en þar er múslimatrú ríkjandi og jólunum því ekki fagnað þó það megi vissulega finna vissa staði, hótel og einkaeignir með jólaskreytingum og öðru tilheyrandi.

Spilað er í E og F-riðli og lýkur því fyrstu umferðinni í kvöld.

Í E-riðli mætast Búrkína Fasó og Miðbaugs Gínea klukkan 12:30 áður en Alsír spilar við Súdan klukkan 15:00.

Rétt fyrir jólamatinn geta áhugamenn um fótbolta byrjað að horfa á leik Fílabeinsstrandarinnar og Mósambík klukkan 17:30 og eftir mat verður leikur Kamerún og Gabon á dagskrá, sem gæti að vísu stangast á við opnun á jólapökkum.

Þétt dagskráin í Afríkukeppninni en alla leiki dagsins má sjá hér fyrir neðan.

Leikir dagsins:
12:30 Búrkína Fasó - Miðbaugs Gínea
15:00 Alsír - Sudan
17:30 Fílabeinsströndin - Mozambique
20:00 Kamerún - Gabon
Athugasemdir
banner