Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
   þri 23. desember 2025 21:06
Brynjar Ingi Erluson
Kalla Echeverri til baka frá Leverkusen og senda hann til Spánar
Mynd: EPA
Manchester City hefur samþykkt að lána argentínska miðjumanninn Claudio Echeverri til Girona út þetta tímabil.

Echeverri er 19 ára gamall miðjumaður sem getur leyst vængstöðurnar.

Hann var keyptur til Man City frá River Plate á síðasta ári en gekk ekki formlega í raðir félagsins fyrr en í janúar á síðasta ári og lék aðeins einn deildarleik.

Í sumar var hann lánaður til Bayer Leverkusen í Þýskalandi, en ekki fengið mörg tækifæri þar. Man City hefur nú kallað hann til baka og ákveðið að lána hann til Girona á Spáni.

Girona og Man City eru bæði í eigu City Football Group og því öruggt að hann fái fleiri mínútur á Spáni en í Þýskalandi.


Athugasemdir
banner
banner