Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
   þri 23. desember 2025 19:28
Brynjar Ingi Erluson
Afríkukeppnin: Frábært mark Lookman tryggði Nígeríu öll stigin
Ademola Lookman skoraði frábært mark
Ademola Lookman skoraði frábært mark
Mynd: EPA
Nígería 2 - 1 Tansanía
1-0 Semi Ajayi ('36 )
1-1 Charles M'Mombwa ('50 )
2-1 Ademola Lookman ('52 )

Nígeríumenn, sem höfnuðu í öðru sæti í síðustu Afríkukeppni, fara vel af stað í keppninni í ár en þjóðin vann 2-1 sigur á Tansaníu í Marokkó í kvöld.

Semi Ajayi, varnarmaður Hull City í ensku B-deildinni kom Nígeríumönnum yfir á 36. mínútu eftir vel útfærða hornspyrnu sem var spiluð stutt og síðan út á Alex Iwobi sem kom boltanum inn á teiginn á Ajayi sem skoraði.

Tansanía, sem er að taka þátt í fimmta sinn, tókst að jafna metin á 50. mínútu. Rangstöðugildra Nígeríu gekk ekki upp og komst Charles M'Mombwa einn á móti markmanni eftir fyrirgjöf frá vinstri og setti hann boltann í fyrstu snertingu í netið.

Gleði þeirra varði ekki lengi því aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Ademola Lookman snyrtilegt sigurmark með föstu skoti fyrir utan teig. Önnur stoðsending Iwobi í leiknum.

Nígeríumenn fara á toppinn í C-riðli með 3 stig en Tansanía án stiga. Túnis og Úganda mætast í hinum leik riðilsins klukkan 20:00 í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner