Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
   þri 23. desember 2025 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég á henni mikið að þakka fyrir öll þessi mörk"
Kvenaboltinn
Fanndís og Telma.
Fanndís og Telma.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fanndís Friðriksdóttir, ein besta fótboltakona sem Ísland hefur átt, lagði skóna á hilluna á dögunum. Hún spilaði með Breiðabliki og Val hér á Íslandi en hún lék einnig erlendis í Noregi, Frakklandi og Ástralíu.

Fanndís fór yfir ferilinn í viðtali í Uppbótartímanum á dögunum. Hennar besta tímabil hér á landi var með Breiðabliki sumarið 2015 þar sem hún skoraði 19 mörk í 18 deildarleikjum.

Var hún í viðtalinu spurð út í það tímabil, hvað hefði orðið til þess að hún skoraði svona mikið af mörkum.

„Við fundum það bara að við værum að fara að vinna. En ástæðan fyrir því að ég skora svona mikið af mörkum þarna - ég er ekki brjálaður markaskorari - er að ég var með Telmu Hjaltalín með mér. Hún var frammi. Ef hún hefði ekki verið, þá hefði ég ekki skorað svona mikið af mörkum. Hún hljóp endalaust fyrir mig og það opnaðist allt fyrir mig," sagði Fanndís.

„Ég á henni mikið að þakka fyrir öll þessi mörk."

Telma var frábær sóknarmaður á sínum ferli en var gríðarlega óheppin með meiðsli.

Hægt er að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.
Uppbótartíminn - Ein sú besta kveður sviðið, kraftröðun og slúður
Athugasemdir
banner