Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
   þri 23. desember 2025 19:12
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Arsenal og Palace: Átta breytingar hjá Arteta - Jesus byrjar í fyrsta sinn í tæpt ár
Gabriel Jesus er í byrjunarliði Arsenal
Gabriel Jesus er í byrjunarliði Arsenal
Mynd: EPA
Arsenal og Crystal Palace eigast við í Þorláksmessu-leik í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins klukkan 20:00 á Emirates-leikvanginum í kvöld.

Gabriel Jesus er fremstur hjá Arsenal en þetta er fyrsti byrjunarliðsleikur hans í 345 daga.

Kepa Arrizabalaga er í markinu og þá er William Saliba í miðri vörn með Riccardo Calafiori.

Oliver Glasner gerir aðeins þrjár breytingar á liði Palace sem tapaði fyrir Leeds um helgina. Walter Benitez, Jaydee Canvot og Jefferson Lerma koma inn í liðið.

Arsenal: Arrizabalaga, Timber, Saliba, Calafiori, Lewis-Skelly, Norgaard, Merino, Eze, Madueke, Martinelli, Jesus.

Crystal Palace: Benitez, Canvot, Richards, Lacroix, Guehi, Mitchell, Wharton, Lerma, Pino, Nketiah, Mateta.
Athugasemdir
banner