Senegal vann öruggan 3-0 sigur á Botswana í 1. umferð riðlakeppninnar í Afríkukepnninni í Marokko í dag. Nicolas Jackson, leikmaður Bayern München, skoraði tvö fyrir senegalska liðið.
Öll mörk senegalska liðsins voru keimlík. Jackson kom þeim yfir á 40. mínútu eftir einfalt spil frá vinstri vængnum, inn á teiginn og var afgreiðslan yfirveguð.
Annað markið gerði hann á 58. mínútu en í þetta sinn var það Ismaila Sarr sem vann sig upp hægri vænginn, lagði hann inn á miðjan teiginn á Jackson sem tók eina gabbhreyfingu áður en hann smellti boltanum í netið.
Cherif Ndiaye kláraði síðan dæmið undir lok leiks eftir aðra einfalda sókn. Cheikh Sabaly kom með lága fyrirgjöf frá hægri á fjær á Ndiaye sem gat ekki annað en sett boltann í markið og lokatölur því 3-0.
Lýðstjórnarlýðveldið Kongó marði 1-0 sigur á Benín með marki Theo Bongonda, leikmanns Spartak Moskvu, á 16. mínútu leiksins, en það var hið furðulegasta.
Arthur Masuaku kom með háan bolta í átt að teignum og ákvað varnarmaður Benín að beygja sig þannig boltann datt fyrir Bongonda sem kláraði af stuttu færi. Mjög sérstakur varnarleikur hjá Benín.
Senegal er því í efsta sæti E-riðils eftir fyrstu umferðina og Kongó í öðru sæti. Þessar þjóðir mætast í næstu umferð á meðan Botswana spilar við Benín.
Mark Kongó gegn Benín má síðan sjá neðst í fréttinni.
Senegal 3 - 0 Botswana
1-0 Nicolas Jackson ('40 )
2-0 Nicolas Jackson ('58 )
3-0 Cherif Ndiaye ('90 )
Kongó 1 - 0 Benín
1-0 Theo Bongonda ('16 )
Bongonda goal to give DR Congo the lead against Benin. #AFCON2025 pic.twitter.com/gvjochN0gX
— AFCON 2025 (@DiskiAfrika) December 23, 2025
Athugasemdir


