Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
   þri 23. desember 2025 19:05
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea ætlar ekki að fá Semenyo
Man City er í bílstjórasætinu um Semenyo
Man City er í bílstjórasætinu um Semenyo
Mynd: EPA
Heims- og Sambandsdeildarmeistarar Chelsea ætla ekki að reyna fá Antoine Semenyo frá Bournemouth í janúar en þessar fréttir koma aðeins nokkrum klukkutímum eftir að félagið hafði spurst fyrir um hann.

Chelsea setti sig í samband við Bournemouth í dag varðandi skilyrði félagaskiptanna.

Romano segir nú frá því að félagið sé hætt við að reyna að fá hann og mun skoða önnur skotmörk.

Liverpool, Manchester City og Manchester United eru öll á eftir Semenyo sem er með 65 milljóna punda klásúlu en skilyrðin fyrir klásúlunni er að félögin virkji hana fyrir 13. janúar.

Romano segir einnig að Semenyo muni ákveða framtíð sína á næstu dögum en að Man City sé í bílstjórasætinu í augnablikinu. Hugo Viana, yfirmaður íþróttamála, er í beinum viðræðum við föruneyti Semenyo og vill hann fá skýrt svar frá leikmanninum sem allra fyrst.

Hann hefur komið að ellefu mörkum með Bournemouth á tímabilinu og er lang eftirsóttasti bitinn í janúarglugganum.
Athugasemdir
banner
banner