Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 06. september 2007 14:12
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Daily Mail 
Jamie Redknapp: Landsliðið kostaði mig þrjú ár á ferlinum
Jamie Redknapp fagnar marki ásamt Robbie Fowler fyrrum liðsfélaga sínum hjá Liverpool.
Jamie Redknapp fagnar marki ásamt Robbie Fowler fyrrum liðsfélaga sínum hjá Liverpool.
Mynd: Getty Images
Jamie Redknapp fyrrum leikmaður Liverpool og enska landsliðsins ritaði grein í enska dagblaðið Daily Mail í dag og talaði þar um hvað það hafi reynst honum dýrkeypt að spila fyrir enska landsliðið.

,,Ég er viss um að það hafi kostað mig þrjú ár af ferli mínum að spila með enska landsliðinu," sagði Redknapp í grein sinni í Daily Mail. ,,Þrisvar endaði ég á börum í leik með þeim, tvisvar ökklabrotinn og svo með rifinn lærisvöðva. Liverpool voru að borga launin mín."

,,Stuðningsmenn komu upp að mér á götunni og sögðu: 'Þetta ætti að vera það sem skiptir þig máli, ekki England. Og þeir höfðu eitthvað fyrir sér. Ég elskaði að spila fyrir England, en ég hugsaðu út í tryggð mína. Ég gat verið í góðu formi, en fór svo og spilaði með Englandi og kom til baka meiddur."

,,Þá var ég frá keppni í sex mánuði til viðbótar og félagið keypti einhvern annan til að spila mína stöðu, án þess að ég sé haldinn gróðafíkn, þá voru bónusar fyrir að spila með aðalliðinu líka. Þeir fóru ekki í minn vasa og staðreyndin er sú að England kostaði mig á fleiri en einn vegu."


,,Eftir 19 aðgerðir á ferlinum, varð ég að hætta þessu, 31 árs gamall. Ökklabrotið sem ég varð fyrir á EM ´96 er við spiluðum gegn Skotlandi leiddi af sér hnémeiðsli sem urðu til þess að ég varð að gefast upp."

,,En ekki misskilja mig, ég er ekki bitur. Það var mikill heiður, en kannski hefði ég getað verið að spila núna ef ekki hefðu komið til meiðslin sem ég varð fyrir með Englandi. Sem drengur spilaði ég með Englandi í undir 16, 18, 21 árs landsliðum og B liðinu. Það var draumur minn að leika fyrir hönd landsins."

Athugasemdir
banner
banner