Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
   mið 24. desember 2025 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Gabríel Snær framlengir við ÍA - Á blaði hjá erlendum félögum
Mynd: ÍA
Hin afar eftirsótti Gabríel Snær Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við ÍA út 2028.

Gabríel Snær er 17 ára gamall og spilaði sína fyrstu mótsleiki með meistaraflokki ÍA í sumar.

Hann lék alls 12 leiki og skoraði sitt fyrsta mark í lokaumferðinni gegn Aftureldingu sem reyndist sigurmark leiksins.

Gabríel skoraði 25 mörk með 2. flokki ÍA í sumar í 20 leikjum og er fastamaður í yngri landsliðum Íslands. Hann á ellefu landsleiki og lék nú síðast tvo leiki með U19 ára landsliðinu.

Mikill áhugi er erlendis frá á Gabríel en talað hefur verið um áhuga sænska félagsins Elfsborg sem hann fór á reynslu til í byrjun desember og þá æfði hann með Norrköping á síðasta ári. Með nýjum samningi eru Skagamenn að tryggja það að þeir fái gott kaupverð fyrir Gabríel, en fyrri samningur hans átti að renna út eftir næsta tímabili.

Hann hefur ekki langt að sækja hæfileikana en fyrrum landsliðsmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson er faðir hans. Gunnar var á sínum tíma markakóngur í sænsku úrvalsdeildinni, þar sem hann lék með bæði Halmstad og Häcken.


Athugasemdir
banner
banner