Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
   mið 24. desember 2025 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvað fékk Haaland í skóinn frá Kertasníki?
Erling Haaland.
Erling Haaland.
Mynd: EPA
Haaland skorar bara og skorar.
Haaland skorar bara og skorar.
Mynd: EPA
Haaland í leik í ensku úrvalsdeildinni.
Haaland í leik í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: EPA
Leikmenn, stjórar og jafnvel félög í ensku úrvalsdeildinni hafa sett skóinn út í glugga í von um að fá glaðning frá jólasveinunum. Fótbolti.net ætlar að fjalla um það fram að jólum hvað jólasveinarnir eru að bjóða upp á þetta árið.

Núna skoðum við hvað Erling Haaland, sóknarmaður Manchester City, fékk frá Kertasníki.

Haaland er í frábærum gír og hann er langmarkahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.

Á meðan aðrir velta fyrir sér framtíð hans, mögulegum skiptum og næsta skrefi á ferlinum heldur Haaland áfram að gera það sem hann hefur alltaf gert í ensku úrvalsdeildinni: Skora mörk.

Hann þarf ekki nýja áskorun.
Hann þarf ekki nýja deild.
Hann þarf ekki nýtt umhverfi.

Hann er með ólokið verkefni.

Þegar Kertasníkir kíkti í skóinn hans Haaland í nótt vissi hann nákvæmlega hvað Norðmaðurinn þurfti að eiga.

Innrömmuð mynd af Alan Shearer
Þetta snýst allt um markmið fyrir Haaland, áminning um hvað hann þarf að gera.

Alan Shearer skoraði 260 mörk í ensku úrvalsdeildinni. Það er met sem hefur staðið í áratugi. Met sem hefur virkað ósnertanlegt.

Myndin er sett þar sem Haaland sér hana á hverjum degi.

Því hann hefur alla möguleika til að bæta þetta met. Hann var fljótastur í 100 mörkin af öllum leikmönnum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og ef hann heldur áfram að spila í deildinni þá mun hann bæta þetta met.

Myndin er áminning um það að hann getur orðið mesti markaskorari í sögu deildarinnar.
Athugasemdir