Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 27. janúar 2011 10:27
Sammarinn.com
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Stóru brjóstin á Andy Gray
Daði Rafnsson skrifar
Sammarinn.com
Sammarinn.com
Mynd: Getty Images
Í desember árið 2000 var ég staddur á Radisson hótelinu í Manchesterborg þar sem ég ætlaði að sjá Liverpool sigra Manchester United með marki Danny Murphy daginn eftir.

Með í för voru tvær vinkonur mínar sem höfðu báðar mikla reynslu af knattspyrnuiðkun, meðal annars spilað í úrvalsdeild og með liðum erlendis. Þar sem hótelið var nokkuð utan miðbæjarins ákváðum við að skella okkur á barinn niðri til að horfa á Match of the Day á BBC og fá okkur einn öl. Við vorum ein á barnum fyrir utan fimm karlmenn sem hlógu hátt yfir öllu sem Gary Lineker sagði og komumst fljótlega að því að þarna voru á ferð Andy Gray, Richard Keyes og framleiðendur frá Sky Sports sem voru komnir til að lýsa leiknum sem Liverpool sigraði 0-1 daginn eftir.

Við tókum þá tali og varð fljótlega vel til vina. Andy Gray sagðist hafa komið til Íslands og tekið mikilvæga ákvörðun í lífi sínu, "I made a decision never to live in Iceland", sagði hann með þrumandi skoskum hreim. Það var þegar Skotland sigraði Ísland naumlega og Graeme Souness slátraði ungum Sigurði Jónssyni með frægri tæklingu. En nú þeir voru komnir til að lýsa sigri Liverpool á Manchester United daginn eftir.

Við spjölluðum um heima og geima yfir nokkrum köldum og meðal annars barst talið að því að stúlkurnar væru fótboltakonur. Þá urðu þeir hvumsa og fannst greinilega lítið til þess koma. "Women can't play football", sagði Richard Keyes. "Their tits are too big, they can not move properly". Önnur þeirra horfði á hann forviða, leit á þá tvo félagana og sagði réttilega, "But you've got bigger tits than me?"

Síðan þá hafa þeir félagarnir ekki verið kjaftstopp þegar kemur að fótbolta. Þangað til í dag.
Og Liverpool vann 0-1 með marki frá Danny Murphy.
banner
banner
banner
banner