Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 05. október 2011 13:30
Magnús Már Einarsson
Þjálfari ársins - Rúnar Kristinsson (KR)
,,Rúnar hélt vel utan um þetta og hélt mönnum góðum"
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, er þjálfari ársins í Pepsi-deildinni að mati Fótbolta.net. KR varð bæði Íslands og bikarmeistari undir stjórn Rúnars en hann tók við liðinu í fyrrasumar.

,,Það sem er best við hann er hvernig hann heldur utan um hópinn. Hann er mjög yfirvegaður og heldur öllum á tánum. Það var kannski það sem skóp þennan titil í ár," sagði Grétar Sigfinnur Sigurðarson varnarmaður KR um Rúnar.

,,Í fyrra töpuðum við þessu móti fyrir mótið því menn voru orðnir pirraðir og fúlir yfir að vera ekki í liðinu. Það var samkeppni á milli sentera og einhver fýla."

,,Rúnar hélt vel utan um þetta og hélt mönnum góðum án þess að vera að sleikja menn upp eða eitthvað þess háttar. Hann talaði allan tímann um hvað hópurinn væri mikilvægur, hvað menn þyrftu að vera á tánum og að þeirra tími myndi koma."


Rúnar er oftar en ekki rólegur á hliðarlínunni en Grétar segir að hann láti í sér heyra þegar á þarf að halda.

,,Auðvitað lætur hann okkur heyra það. Það sést aldrei á honum að hann láti menn heyra það og sé æstur en hann getur alveg gert það. Það var samt ekki margt sem gerðist í sumar sem varð til þess að hann þurfti að láta menn heyra það," sagði Grétar.
banner
banner
banner