Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
   mið 02. október 2013 17:15
Elvar Geir Magnússon
Leikmaður ársins: Lærðum mikið árið 2012
Baldur Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Baldur Sigurðsson er leikmaður ársins í Pepsi-deildinni árið 2013 að mati Fótbolta.net.

Baldur var frábær á miðjunni hjá Íslandsmeisturum KR í sumar en hann skoraði mörg mikilvæg mörk fyrir liðið.

,,Það er gríðarlegur heiður að fá þennan titil hjá ykkur," sagði Baldur við Fótbolta.net í dag.

,,Það voru margir sem komu til greina. Það er gaman að það var KR-ingur sem fékk þennan titil og það eru margir í liðinu sem hefðu átt þetta skilið."

Eftir að hafa unnið Íslands og bikarmeistaratitilinn 2011 varð KR bikarmeistari í fyrra en gekk ekki vel í Pepsi-deildinni.

,,Við lærðum rosalega mikið árið 2012. Eftir 2011 svifum við svolítið um á bleiku skýi eftir að hafa unnið tvöfalt. Við virtumst vera saddir eftir að hafa klárað bikartitilinn í fyrra og hrunið í lok tímabilsins."

,,Við nýttum veturinn vel í að læra af mistökunum og sáum að leikirnir sem eru um miðjan september eru jafn mikilvægir og leikirnir sem eru í upphafi móts í maí."


Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan. Verðlaunin eru veitt í samstarfi við Ölgerðina.

Sjá einnig:
Bestur 2012 - Freyr Bjarnason (FH)
Bestur 2011 - Hannes Þór Halldórsson (KR
Athugasemdir
banner