Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 05. október 2011 12:30
Magnús Már Einarsson
Leikmaður ársins - Hannes Þór Halldórsson (KR)
,,Hann á þetta virkilega skilið"
Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR, er leikmaður ársins í Pepsi-deildinni að mati Fótbolta.net. Hannes kom til KR frá Fram fyrir tæpu ári síðan og varð Íslands og bikarmeistari með Vesturbæingum.

,,Þegar upp er staðið kemur niðurstaðan mér ekki á óvart því hann á þetta virkilega skilið," sagði Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari KR við Fótbolta.net í dag en hann hefur unnið mikið með Hannesi.

,,Hann er gríðarlega metnaðarfullur og tilbúinn að leggja mikið á sig. Í byrjun tímabils fórum við yfir ákveðna þætti sem mér fannst hann þurfa að bæta og Rúnar og Pétur voru sammála því sem og hann sjálfur. Við lögðum af stað og unnum í þeim þáttum. Þetta eru engin geimvísindi þannig séð en það þarf að sinna þessu og rækta þetta bæði hans megin og okkar megin. Ég held að sú samvinna hafi skilað miklu."

Guðmundur er ánægður með framfarir Hannesar þegar kemur að því að koma bolta í leik.

,,Ég held að það viti það allir að Hannes er ekki góður í fótbolta ef svo má að orði komast. Hans stærsti veikleiki hefur kannski verið að sparka og koma boltanum í leik. Ég held að sá þáttur hafi vaxið mjög hratt hjá honum."
banner
banner
banner