Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fös 30. maí 2014 20:24
Jóhann Ingi Hafþórsson
Vináttuleikur: Ísland og Austurríki skildu jöfn
Kolbeinn Sigþórsson skoraði mark Íslands í kvöld
Kolbeinn Sigþórsson skoraði mark Íslands í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Austurríki 1-1 Ísland
1-0 Markel Sabitzer ('28)
1-1 Kolbeinn Sigþórsson ('46)

Ísland mætti Austurríki í dag í vináttulandsleik en leikið var á Tivoli Stadium í Austurríki.

Það voru heimamenn sem byrjuðu betur og sköpuðu sér fleiri færi.

Markel Sabitzer átti skalla sem fór rétt framhjá markinu og Marc Janko komst einn gegn Hannesi í markinu en Hannes var fljótur af línunni og handsamaði boltann.

Viðar Örn Kjartansson var að spila sinn fyrsta landsleik og fékk hann fínt færi um miðjann hálfleikinn en Heinz Lindner í marki heimamanna varði frá honum.

Það voru síðan heimamenn sem komust yfir eftir 28 mínútur, Aron Einar Gunnarsson tapaði þá boltanum á miðjunni sem endaði með að Markel Sabitzer komst einn gegn Hannesi og kláraði vel.

Staðan var 1-0 í hálfleik en Íslendingar byrjuðu síðari hálfleikinn með látum og voru búnir að jafna á innan við mínútu.

Ari Freyr Skúlason tók þá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Austuríkismanna sem rataði beint á kollinn á Kolbeini Sigþórssyni sem kláraði með frábærum dýfuskalla í bláhornið.

Þetta var 14 mark Kolbeins í 22 landsleikjum.

Austurríkismenn voru ögn sterkari það sem eftir lifði leiks og sköpuðu sér fleiri færi í seinni hálfleiknum en lokastaðan var 1-1 sem verða að teljast fín úrslit hjá strákunum okkar.

Athugasemdir
banner
banner
banner