Adeyemi tekur Arsenal fram yfir Man Utd - Sancho þarf að lækka launin um helming - Lewandowski til Fenerbahce?
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   lau 01. október 2016 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óli Stefán: Grindavík stefnir alltaf hátt
Óli með verðlaunin sín frá því í gær
Óli með verðlaunin sín frá því í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já í rauninni gerir það það. Það er mikið af færum og góðum þjálfurum í þessari deild," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga við Fótbolta.net í gærkvöldi. Óli Stefán var þarna spurður hvort það hefði komið sér á óvart að vera valinn þjálfari ársins í Inkasso-deildinni sumarið 2016.

Óli Stefán var útnefndur útnefndur þjálfari ársins á lokahófi Fótbolta.net fyrir Inkasso- og 2. deild karla í gærkvöldi en það eru þjálfarar og fyrirliðar sem velja. Óli Stefán og hans menn í Grindavík komu mörgum á óvart og unnu sér sæti í Pepsi-deildinni.

„Við stefndum að því að komast upp og öll okkar vinna fór í það að reyna að komast upp úr þessari deild, við gerðum það mjög markvisst og maður sá það fljótlega að við vorum á góðri leið og einhvernveginn náðum við góðum stöðugleika og enduðum á því að komast upp," sagði Óli Stefán ennfremur.

Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, sagði í viðtali á dögunum að Grindavík ætlaði sér að vera með baráttunni um Evrópusæti á næsta leiktímabili. Óli Stefán var spurður út í þetta.

„Jónas er draumóramaður mikill og er yfirleitt með háleit markmið sem að ernáttúrulega gott, en ég nokkuð viss um það að við værum enn á mölinni ef það væri ekki fyrir Jónas Þórhallsson. Hann segir hlutina eins og þeir eru, en hitt er annað mál að við gerum okkur alveg grein fyrir því að við erum að fara á töluvert stærra svið og við þurfum að laga mikið og bæta mikið. Það þarf mikið að ganga upp bara til að lifa af þarna og hvað þá að fara upp í Evrópu, en ég meina Grindavík stefnir alltaf hátt."

Nánar er rætt við Óla í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner