Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 01. október 2016 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óli Stefán: Grindavík stefnir alltaf hátt
Óli með verðlaunin sín frá því í gær
Óli með verðlaunin sín frá því í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já í rauninni gerir það það. Það er mikið af færum og góðum þjálfurum í þessari deild," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga við Fótbolta.net í gærkvöldi. Óli Stefán var þarna spurður hvort það hefði komið sér á óvart að vera valinn þjálfari ársins í Inkasso-deildinni sumarið 2016.

Óli Stefán var útnefndur útnefndur þjálfari ársins á lokahófi Fótbolta.net fyrir Inkasso- og 2. deild karla í gærkvöldi en það eru þjálfarar og fyrirliðar sem velja. Óli Stefán og hans menn í Grindavík komu mörgum á óvart og unnu sér sæti í Pepsi-deildinni.

„Við stefndum að því að komast upp og öll okkar vinna fór í það að reyna að komast upp úr þessari deild, við gerðum það mjög markvisst og maður sá það fljótlega að við vorum á góðri leið og einhvernveginn náðum við góðum stöðugleika og enduðum á því að komast upp," sagði Óli Stefán ennfremur.

Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, sagði í viðtali á dögunum að Grindavík ætlaði sér að vera með baráttunni um Evrópusæti á næsta leiktímabili. Óli Stefán var spurður út í þetta.

„Jónas er draumóramaður mikill og er yfirleitt með háleit markmið sem að ernáttúrulega gott, en ég nokkuð viss um það að við værum enn á mölinni ef það væri ekki fyrir Jónas Þórhallsson. Hann segir hlutina eins og þeir eru, en hitt er annað mál að við gerum okkur alveg grein fyrir því að við erum að fara á töluvert stærra svið og við þurfum að laga mikið og bæta mikið. Það þarf mikið að ganga upp bara til að lifa af þarna og hvað þá að fara upp í Evrópu, en ég meina Grindavík stefnir alltaf hátt."

Nánar er rætt við Óla í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir