Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
Kristján Másson: Hrærður yfir öllum þessum meisturum sem mættu á leikinn
Tómas Leó um vítaspyrnudóminn: Hann dæmdi víti þannig er þetta ekki víti?
Elís skoraði sigurmarkið: Stóð upp og vissi ekki hvað ég átti að gera
Sveinn Þór: Þeir mega djamma alla helgina
Besti þátturinn - Tveir fyrrum leikmenn Valerenga mætast
Haraldur Freyr: Sorglegt
Raggi Sig: Mikill léttir
Atli Arnars: Eins og það sé erfitt fyrir dómara að dæma tvö víti fyrir sama lið í leik
Ómar Ingi: Ætluðum að klára þessa fallbaráttu sem við einhvernvegin skráðum okkur í
Rúnar Páll ósáttur með dómgæsluna: Bara hlægilegt, so sorry
Emil Atla um markametið: Þetta væri stórt afrek
Arnar: Á eftir að skamma Sölva fyrir þetta
Heimir um Kjartan Henry: Ótrúlegt að fjölmiðlar hafi ekki fjallað um þetta
Rúnar Kristins: Þarft að hitta á samherja þegar þú ert að sparka boltanum á milli
Niko: Ef við vinnum síðustu tvo leikina þá er stigametið komið til að vera
Addi Grétars: Það verða örugglega breytingar
Jökull: Hann hefur allt til þess að spila fyrir íslenska landsliðið
Patrick Pedersen: Finn ekkert til lengur
Óskar Hrafn: Erum að berjast fyrir lífi okkar
Elmar Atli: Það er besta tilfinning sem fótboltamaður fær
   lau 01. október 2016 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óli Stefán: Grindavík stefnir alltaf hátt
watermark Óli með verðlaunin sín frá því í gær
Óli með verðlaunin sín frá því í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já í rauninni gerir það það. Það er mikið af færum og góðum þjálfurum í þessari deild," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga við Fótbolta.net í gærkvöldi. Óli Stefán var þarna spurður hvort það hefði komið sér á óvart að vera valinn þjálfari ársins í Inkasso-deildinni sumarið 2016.

Óli Stefán var útnefndur útnefndur þjálfari ársins á lokahófi Fótbolta.net fyrir Inkasso- og 2. deild karla í gærkvöldi en það eru þjálfarar og fyrirliðar sem velja. Óli Stefán og hans menn í Grindavík komu mörgum á óvart og unnu sér sæti í Pepsi-deildinni.

„Við stefndum að því að komast upp og öll okkar vinna fór í það að reyna að komast upp úr þessari deild, við gerðum það mjög markvisst og maður sá það fljótlega að við vorum á góðri leið og einhvernveginn náðum við góðum stöðugleika og enduðum á því að komast upp," sagði Óli Stefán ennfremur.

Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, sagði í viðtali á dögunum að Grindavík ætlaði sér að vera með baráttunni um Evrópusæti á næsta leiktímabili. Óli Stefán var spurður út í þetta.

„Jónas er draumóramaður mikill og er yfirleitt með háleit markmið sem að ernáttúrulega gott, en ég nokkuð viss um það að við værum enn á mölinni ef það væri ekki fyrir Jónas Þórhallsson. Hann segir hlutina eins og þeir eru, en hitt er annað mál að við gerum okkur alveg grein fyrir því að við erum að fara á töluvert stærra svið og við þurfum að laga mikið og bæta mikið. Það þarf mikið að ganga upp bara til að lifa af þarna og hvað þá að fara upp í Evrópu, en ég meina Grindavík stefnir alltaf hátt."

Nánar er rætt við Óla í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner