Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   lau 01. október 2016 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óli Stefán: Grindavík stefnir alltaf hátt
Óli með verðlaunin sín frá því í gær
Óli með verðlaunin sín frá því í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já í rauninni gerir það það. Það er mikið af færum og góðum þjálfurum í þessari deild," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga við Fótbolta.net í gærkvöldi. Óli Stefán var þarna spurður hvort það hefði komið sér á óvart að vera valinn þjálfari ársins í Inkasso-deildinni sumarið 2016.

Óli Stefán var útnefndur útnefndur þjálfari ársins á lokahófi Fótbolta.net fyrir Inkasso- og 2. deild karla í gærkvöldi en það eru þjálfarar og fyrirliðar sem velja. Óli Stefán og hans menn í Grindavík komu mörgum á óvart og unnu sér sæti í Pepsi-deildinni.

„Við stefndum að því að komast upp og öll okkar vinna fór í það að reyna að komast upp úr þessari deild, við gerðum það mjög markvisst og maður sá það fljótlega að við vorum á góðri leið og einhvernveginn náðum við góðum stöðugleika og enduðum á því að komast upp," sagði Óli Stefán ennfremur.

Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, sagði í viðtali á dögunum að Grindavík ætlaði sér að vera með baráttunni um Evrópusæti á næsta leiktímabili. Óli Stefán var spurður út í þetta.

„Jónas er draumóramaður mikill og er yfirleitt með háleit markmið sem að ernáttúrulega gott, en ég nokkuð viss um það að við værum enn á mölinni ef það væri ekki fyrir Jónas Þórhallsson. Hann segir hlutina eins og þeir eru, en hitt er annað mál að við gerum okkur alveg grein fyrir því að við erum að fara á töluvert stærra svið og við þurfum að laga mikið og bæta mikið. Það þarf mikið að ganga upp bara til að lifa af þarna og hvað þá að fara upp í Evrópu, en ég meina Grindavík stefnir alltaf hátt."

Nánar er rætt við Óla í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir