Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 06. janúar 2017 12:22
Magnús Már Einarsson
Máni Austmann í Stjörnuna (Staðfest)
Máni Austmann Hilmarsson.
Máni Austmann Hilmarsson.
Mynd: Stjarnan
Stjarnan hefur náð samkomulagi við FC Kaupmannahöfn um að fá Mána Austmann Hilmarsson í sínar raðir.

Hinn 18 ára gamli Máni er framherji en hann hefur verið í unglingaliði FCK í Danmörku.

Máni hefur verið í U19 ára landsliði Íslands en hann á samtals 21 leik að baki með yngri landsliðinum.

„Það verða því fleiri bræður en bara þeir Jóhann og Daníel Laxdal í Stjörnunni næstu árin en nýlega kynnti Stjarnan að Dagur, bróðir Mána væri einnig kominn til félagsins. Þeir bræður eru Stjörnumönnum að góðu kunnir en þeir léku báðir með yngri flokkum félagsins áður en þeir fluttu út með fjölskyldu sinni," segir á Facebook síðu Stjörnunnar.

Sjá einnig:
Dagur Austmann í Stjörnuna (Staðfest)



Athugasemdir
banner
banner