Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
banner
þriðjudagur 7. maí
Lengjudeild kvenna
fimmtudagur 2. maí
Besta-deild kvenna
miðvikudagur 1. maí
Lengjudeild karla
mánudagur 29. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
föstudagur 6. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
miðvikudagur 1. maí
Super League - Women
Liverpool W 4 - 3 Chelsea W
Undanúrslit Meistaradeildar
Dortmund 1 - 0 PSG
Elitettan - Women
Lidkoping W 3 - 1 Sunnana W
Eskilstuna United W 1 - 2 Umea W
Bollstanas W 2 - 0 Uppsala W
Gamla Upsala W 3 - 1 Jitex W
Malmo FF W 1 - 2 Mallbacken W
Kalmar W 0 - 3 Alingsas W
Orebro SK W 1 - 1 Sundsvall W
þri 08.ágú 2017 11:00 Mynd: Getty Images
Magazine image

Joey Barton um Neymar: Skil ekki enn „hæpið" í kringum hann

Joey Barton, einn umtalaðasti knattspyrnumaður heimsins, var staddur á Íslandi á dögunum í fríi með fjölskyldu sinni en hann gaf sér tíma til að ræða við Fótbolta.net að heimili Heiðars Helgusonar, fyrrum liðsfélaga hans hjá Queens Park Rangers.

Joey Barton í leik með Marseille í frönsku deildinni.
Joey Barton í leik með Marseille í frönsku deildinni.
Mynd/Getty Images
Joey Barton lék með QPR og spilaði þar með Heiðari Helgusyni.
Joey Barton lék með QPR og spilaði þar með Heiðari Helgusyni.
Mynd/Getty Images
Joey Barton í leik með QPR.
Joey Barton í leik með QPR.
Mynd/Getty Images
Joey tók vel á Zlatan Ibrahimovic er hann lék með Marseille
Joey tók vel á Zlatan Ibrahimovic er hann lék með Marseille
Mynd/Getty Images
Barton var vel liðinn hjá Burnley og var eitt sinn valinn maður tímabilsins.
Barton var vel liðinn hjá Burnley og var eitt sinn valinn maður tímabilsins.
Mynd/Getty Images
Undirritaður mætti heim til Heiðars og fékk höfðingjalegar móttökur en þar var þessi fyrrum landsliðsmaður nýkominn úr ferð með Barton. Þeir félagarnir höfðu skoðað Gullfoss og Geysi áður en leiðin var haldin heim til Heiðars að grilla hreindýraborgara.

Barton, sem er 34 ára gamall, var síðast á mála hjá Burnley í ensku úrvalsdeildinni en tekur nú út bann fyrir að veðja á leiki. Hann var upphaflega dæmdur í 18 mánaða bann en það var minnkað niður í 5 mánuði á dögunum.

Þessi fyrrum enski landsliðsmaður er ljón á velli. Hann hefur hingað til verið þekktur fyrir vandræði og hefur það háð honum á ferlinum, hann er mikill bardagamaður og tekur oft ákvarðanir sem falla ekki í kramið í knattspyrnusamfélaginu.

Utan vallar er Barton þó hinn allra ljúfasti. Hann tók sér dágóða stund til þess að ræða við Fótbolta.net og ræddi um hin ýmsu málefni en næstu daga verða birtar fréttir úr viðtalinu sem tekið var við hann.

Fyrsta mál á dagskrá er hinn brasilíski Neymar sem samdi við Paris Saint-Germain um helgina. Hann var keyptur fyrir metfé eða 200 milljónir punda. Manchester United keypti Paul Pogba fyrir rúmlega 90 milljónir punda síðasta sumar en PSG tvöfaldaði þá upphæð.

Neymar mun þéna 715 þúsund pund á viku en hann gerði fimm ára samning við franska félagið.

Barton hefur sterkar skoðanir á Neymar og eins og flestum er kunnugt þá líkti hann honum við kanadísku poppstjörnuna Justin Bieber. Hægt er að sjá færsluna hans um Neymar hér fyrir neðan.



„Bara núna var PSG að borga 200 milljónir fyrir Neymar, maður klórar sér í hausnum. Þetta er klikkun og ekki eðlilegt. Hvar endar þetta?," sagði Barton við Fótbolta.net.

„Þið sáuð hvað gerðist með bankanna. Þegar það er svona mikið góðæri þá getur það yfirleitt bara endað á einn veg og það er allt hrynur. Það er hættulegt fyrir alla sem koma að þessu en það lítur út fyrir að fótboltinn endar eins. Þetta er sturlun í augnablikinu og ég hef áhyggjur af leiknum."

Barton ræddi um færsluna sem hann birti á Twitter um Neymar en vildi þó ekki beint draga ummæli sín til baka, nema það honum fannst hann full ósanngjarn við Bieber. Undirritaður spurði hann út í færsluna.

„Ég sagði það ekki nákvæmlega þannig, held ég hafi móðgað hann aðeins meira. Ég ákvað að líkja honum við Justin Bieber, tímasetning var skelfileg því Bieber gaf út frábæra plötu svo ég var svolítið harður við Bieber að líkja honum við Neymar," sagði Barton ennfremur.

„Ég get ekki enn skilið allt þetta hæp í kringum Neymar. Tölfræðin er vissulega mögnuð 106 mörk í 185 leikjum með Barcelona og gerði vel í Brasilíu. Þetta er áhugavert dæmi en hann verður umkringdur stjörnum í PSG sem halda í við hann. Það er ekki eins og hann sé að fara í slakt lið, þetta er sterkt lið og PSG er yfirburðarlið í frönsku og líklega meira yfirburðar í sinni deild heldur en Barcelona."

„Mónakó hefur tapað mörgum leikmönnum og því verður þetta erfitt, sama er hægt að segja um Marseille sem á langt í land. Þetta er mjög góð ákvörðun hjá Neymar að fara til PSG. París er frábær borg, hann mun þéna mikinn pening og hann verður aðalsýningin í borginni."


Barton telur að franska deildin sé ekki jafn sterk og sú spænska og að Neymar eigi eftir að skína með PSG.

„Hann skorar mörg mörk því standardinn í deildinni er ekki jafn mikill og í La Liga. Þegar þú tekur Real Madrid og Barcelona út ertu enn með sterk lið á Spáni og þau gera alltaf vel. Frakkarnir spila mjög taktískt og leikirnir eru oft þannig. Það að fá Neymar er til að styrkja sig í Meistaradeildinni."

„Barcelona átti erfitt ár í fyrra, töpuðu fyrir PSG sem er með þvílíkt mikið magn af peningum útaf Katar-fjölskyldunni. Þeir eru metnaðarfullir og þeir vilja vinna Meistaradeildina og það er ljóst. Liðið var óheppið gegn Barcelona, því þetta var algert kraftaverk."


Neymar myndaði magnaða sóknarlínu með Lionel Messi og Luis Suarez, MSN, eins og þeir voru kallaðir. Barcelona er því töluvert veikara án hans en liðið á eftir að finna arftaka hans.

„Barcelona er aðeins veikara en PSG núna eftir að Neymar fór. Hann var magnaður gegn PSG í leiknum er Barcelona komst áfram. Hann er ekki á sama leveli og Messi og Ronaldo, kannski tók hann þess ákvörðun til þess að reyna að standa upp úr. Þetta er skrítið hjá honum en ég skil það en ef hann er 220 milljón evra virði, hvað kostar Messi þá? Alla vega tvöfalt meira," sagði hann í lokin um Neymar.

Athugasemdir
banner
banner