Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 13. júlí 2018 18:30
Daníel Guðjónsson
Unai Emery vill hafa fimm fyrirliða
Unai Emery leitar að bestu perónuleikunum í búningsklefanum.
Unai Emery leitar að bestu perónuleikunum í búningsklefanum.
Mynd: Getty Images
Unai Emery, stjóri Arsenal í Lundúnum, segist vilja hafa fimm fyrirliða á meðan hann finnur besta persónuleikann í búningsklefanum.

Emery, sem tók við af Arsene Wenger í maí, segir að Laurent Koscielny haldi þó áfram að vera 'fyrsti fyrirliði'.

„Mín hugmynd er sú að kynnast öllum leikmönnum liðsins, og finna bestu persónuleikanna," sagði Emery.

„Ég vill hafa fimm fyrirliða, en ég veit ekki nöfnin á þeim sem stendur. Við horfum til þeirra leikmanna sem hafa bestu persónuleikanna í búningsklefanum."
Athugasemdir
banner
banner