Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   mið 24. apríl 2024 15:30
Elvar Geir Magnússon
Bellingham kominn í samband með hollenskri fyrirsætu
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: Getty Images
Jude Bellingham, einn besti leikmaður heims, hefur ratað á síður götublaðanna þar sem hann er kominn í samband með hollenskri fyrirsætu sem heitir Laura Celia Valk.

Laura er 25 ára gömul, fimm árum eldri en fótboltastjarnan, og hefur reglulega dvalið á heimili hans í Madríd að undanförnu.

Bellingham er lykilmaður hjá Real Madrid og enska landsliðinu.

„Laura hefur verið að segja gjörsamlega öllum frá sambandinu. Hún hefur verið hjá honum í Madríd síðustu helgar," segir heimildarmaður The Sun.

Laura hefur sést á leikjum Real Madrid að undanförnu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner