Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   mið 24. apríl 2024 16:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Bragi Karl Bjarkason (ÍR)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hélt þetta væri vel erfiður náungi, en eftir að hafa kynnst honum betur er þetta algjör toppmaður.
Hélt þetta væri vel erfiður náungi, en eftir að hafa kynnst honum betur er þetta algjör toppmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tæki Gilla heim í Holtið.
Tæki Gilla heim í Holtið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirmynd.
Fyrirmynd.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óþolandi grófur og erfiður. Líka kandídat í Survivor.
Óþolandi grófur og erfiður. Líka kandídat í Survivor.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Unplayable.
Unplayable.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Af hverju pissaðiru á völlinn?
Af hverju pissaðiru á völlinn?
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Lengjudeildin hefst í næstu viku og erum við á Fótbolta.net byrjaðir að birta spá þjálfara og fyrirliða. Nú er komið að því að kynna betur leikmann úr liðinu sem er spáð 11. sætinu í sumar.

Bragi var langmarkahæsti leikmaður 2. deildar í fyrra, skoraði 21 mark í 22 leikjum og hjálpaði ÍR að vinna sér sæti í Lengjudeildinni.

Ástríðan valdi hann svo sem leikmann ársins í deildinni. Fyrir síðasta tímabil hafði hann skorað 10 mörk í 40 leikjum í 2. deild. „Skoraði 22 mörk í 21 leik og gjörsamlega sprakk út í liði ÍR-inga. Stærsti þátturinn í því að liðið náði því langþráða markmiði að komast loksins upp um deild. Eftir að hafa verið í meiðslavandræðum náði Bragi heilu undirbúningstímabili og náði að raða inn mörkum," var skrifað um Braga þegar hann var valinn bestur.

Í gær átti hann afmæli og í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Bragi Karl Bjarkason

Gælunafn: Bara kallaður Bragi

Aldur: 22

Hjúskaparstaða: Föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: Fyrsti alvöru keppnisleikur var 2019, spilaði með Létti í bikarnum á móti Aftureldingu. Smellti honum í slánna rétt fyrir framan miðju annars vorum við flengdir í þeim leik

Uppáhalds drykkur: Kaffi er go to

Uppáhalds matsölustaður: Serrano eða Saffran

Hvernig bíl áttu: Golf

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Office og Prison break

Uppáhalds tónlistarmaður: Ég er alæta hvað tónlist varðar, en John Mayer er geitin

Uppáhalds hlaðvarp: Dr. football

Uppáhalds samfélagsmiðill: Festist alltof oft að skrolla á tiktok

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: fotbolti.net

Fyndnasti Íslendingurinn: Hjörvar Hafliða, annars var endalaust hægt að hlægja að Reyni Haralds þegar hann var í ÍR

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Eigum við að fara borða eitthvað þegar þú ert búinn?

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Leikni Reykjavík

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Ísak Bergmann var unplayable þegar við vorum yngri

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Árni og Jói fá að deila þessu

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Kristján Atli á æfingum, óþolandi grófur og erfiður

Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Horfði mikið upp til Jón Gísla þegar ég var yngri, það var gæji sem kunni að skora mörk

Sætasti sigurinn: KFA í næst seinustu umferð í fyrra, alvöru rússíbani sá leikur

Mestu vonbrigðin: Öll meiðslin

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ég fengi Gilla aftur heim úr Víkinni

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Róbert Elís og Vidusha

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Hrafn Hallgríms og Sæmi get ekki gert upp á milli þeirra

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Lendi sennilega í vandræðum ef ég svara hér

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano Ronaldo

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Aron Daníel og Sæmi eru hættulegir. Tveir rizz kóngar

Uppáhalds staður á Íslandi: ÍR heimilið

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Bergvin Fannar og Gilli voru eitthvað ósáttir út í hvorn annan í leik og öskruðu á hvorn annan í ábyggilega svona góða mínútu á sitthvorum endanum á vellinum. Hef sjaldan hlegið jafn mikið eftir leik

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Ekki neitt

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Horfi á handboltann og er svo dottinn í píluna líka

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Mercurial Vapor

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Var mjög slappur í eðlis- og efnafræði

Vandræðalegasta augnablik: Ekkert sem mér dettur í hug

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Ég myndi sennilega taka Róbert Andra, Hrafn Hallgríms og Emil Nóa, ekki fræðilegur að við myndum komast heim en ég myndi allavega skemmta mér vel

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Væri mjög til í að sjá Kristján Atla í survivor. Maðurinn stoppar aldrei, hann myndi slátra þessari keppni

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég get aðeins glamrað á gítarinn

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Það verður að vera Ásgeir Börkur, hélt að þetta væri vel erfiður náungi. En eftir að hafa kynnst honum betur er þetta algjör toppmaður.

Hverju laugstu síðast: Ábyggilega að mér liði vel í skrokknum

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun og boltalaus hlaup

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Marc McAusland af hverju hann pissaði á völlin í sumar
Athugasemdir
banner
banner