Lengjudeildin hefst í næstu viku og erum við á Fótbolta.net byrjaðir að birta spá þjálfara og fyrirliða. Nú er komið að því að kynna betur leikmann úr liðinu sem er spáð 11. sætinu í sumar.
Bragi var langmarkahæsti leikmaður 2. deildar í fyrra, skoraði 21 mark í 22 leikjum og hjálpaði ÍR að vinna sér sæti í Lengjudeildinni.
Ástríðan valdi hann svo sem leikmann ársins í deildinni. Fyrir síðasta tímabil hafði hann skorað 10 mörk í 40 leikjum í 2. deild. „Skoraði 22 mörk í 21 leik og gjörsamlega sprakk út í liði ÍR-inga. Stærsti þátturinn í því að liðið náði því langþráða markmiði að komast loksins upp um deild. Eftir að hafa verið í meiðslavandræðum náði Bragi heilu undirbúningstímabili og náði að raða inn mörkum," var skrifað um Braga þegar hann var valinn bestur.
Í gær átti hann afmæli og í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Bragi var langmarkahæsti leikmaður 2. deildar í fyrra, skoraði 21 mark í 22 leikjum og hjálpaði ÍR að vinna sér sæti í Lengjudeildinni.
Ástríðan valdi hann svo sem leikmann ársins í deildinni. Fyrir síðasta tímabil hafði hann skorað 10 mörk í 40 leikjum í 2. deild. „Skoraði 22 mörk í 21 leik og gjörsamlega sprakk út í liði ÍR-inga. Stærsti þátturinn í því að liðið náði því langþráða markmiði að komast loksins upp um deild. Eftir að hafa verið í meiðslavandræðum náði Bragi heilu undirbúningstímabili og náði að raða inn mörkum," var skrifað um Braga þegar hann var valinn bestur.
Í gær átti hann afmæli og í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Bragi Karl Bjarkason
Gælunafn: Bara kallaður Bragi
Aldur: 22
Hjúskaparstaða: Föstu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: Fyrsti alvöru keppnisleikur var 2019, spilaði með Létti í bikarnum á móti Aftureldingu. Smellti honum í slánna rétt fyrir framan miðju annars vorum við flengdir í þeim leik
Uppáhalds drykkur: Kaffi er go to
Uppáhalds matsölustaður: Serrano eða Saffran
Hvernig bíl áttu: Golf
Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Office og Prison break
Uppáhalds tónlistarmaður: Ég er alæta hvað tónlist varðar, en John Mayer er geitin
Uppáhalds hlaðvarp: Dr. football
Uppáhalds samfélagsmiðill: Festist alltof oft að skrolla á tiktok
Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: fotbolti.net
Fyndnasti Íslendingurinn: Hjörvar Hafliða, annars var endalaust hægt að hlægja að Reyni Haralds þegar hann var í ÍR
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Eigum við að fara borða eitthvað þegar þú ert búinn?
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Leikni Reykjavík
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Ísak Bergmann var unplayable þegar við vorum yngri
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Árni og Jói fá að deila þessu
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Kristján Atli á æfingum, óþolandi grófur og erfiður
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Horfði mikið upp til Jón Gísla þegar ég var yngri, það var gæji sem kunni að skora mörk
Sætasti sigurinn: KFA í næst seinustu umferð í fyrra, alvöru rússíbani sá leikur
Mestu vonbrigðin: Öll meiðslin
Uppáhalds lið í enska: Liverpool
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ég fengi Gilla aftur heim úr Víkinni
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Róbert Elís og Vidusha
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Hrafn Hallgríms og Sæmi get ekki gert upp á milli þeirra
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Lendi sennilega í vandræðum ef ég svara hér
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano Ronaldo
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Aron Daníel og Sæmi eru hættulegir. Tveir rizz kóngar
Uppáhalds staður á Íslandi: ÍR heimilið
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Bergvin Fannar og Gilli voru eitthvað ósáttir út í hvorn annan í leik og öskruðu á hvorn annan í ábyggilega svona góða mínútu á sitthvorum endanum á vellinum. Hef sjaldan hlegið jafn mikið eftir leik
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Ekki neitt
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Horfi á handboltann og er svo dottinn í píluna líka
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Mercurial Vapor
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Var mjög slappur í eðlis- og efnafræði
Vandræðalegasta augnablik: Ekkert sem mér dettur í hug
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Ég myndi sennilega taka Róbert Andra, Hrafn Hallgríms og Emil Nóa, ekki fræðilegur að við myndum komast heim en ég myndi allavega skemmta mér vel
Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Væri mjög til í að sjá Kristján Atla í survivor. Maðurinn stoppar aldrei, hann myndi slátra þessari keppni
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég get aðeins glamrað á gítarinn
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Það verður að vera Ásgeir Börkur, hélt að þetta væri vel erfiður náungi. En eftir að hafa kynnst honum betur er þetta algjör toppmaður.
Hverju laugstu síðast: Ábyggilega að mér liði vel í skrokknum
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun og boltalaus hlaup
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Marc McAusland af hverju hann pissaði á völlin í sumar
Athugasemdir