Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 18. október 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sara Montoro framlengir við Fjölni - Arnar Páll ráðinn
Sara Montoro gæti gert góða hluti næsta sumar.
Sara Montoro gæti gert góða hluti næsta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Knattspyrnudeild Fjölnis er búið að ganga frá samningum við einn leikmann og tvo þjálfara fyrir meistaraflokk kvenna.

Sara Montoro, sem var valin efnilegust á lokahófi Fjölnis, skrifar undir samning við félagið en hún er aðeins á fimmtánda aldursári.

Sara skoraði 7 mörk í 12 leikjum í sumar og var það hennar fyrsta tímabil með meistaraflokk.

Arnar Páll Garðarsson hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari liðsins, en undanfarin fjögur ár hefur hann stýrt Vængjum Júpíters. Arnar Páll reiknar með að ljúka UEFA-A þjálfaragráðu snemma á næsta ári.

Þá hefur Axel Örn Sæmundsson skrifað undir framlengingu á sínum samningi. Axel var ráðinn sem markmannsþjálfari liðsins í fyrra og er mikil ánægja með hans störf.

Fjölnir endaði í 6. sæti í Inkasso-deild kvenna í sumar.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner