Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   mið 29. júní 2005 06:30
Hafliði Breiðfjörð
Viðræður Gerrard og Liverpool að hefjast
Mynd: Hafliði Breiðfjörð
Enska dagblaðið The Times segir í dag að viðræður milli Liverpool og Steven Gerrard muni hefjast seinnipartinn í dag en á sama tíma og Liverpool vill semja til langs tíma mun Gerrard vilja vera viss um að sigur Liverpool í Meistaradeildinni á síðust leiktíð hafi ekki verið einsdæmi.

Félagið mun vera mjög vongott um að samningar náist en samræður Gerrard og stjórans Rafael Benítez undanfarinn mánuð hafa verið hvetjandi. Þó mun þetta ekki liggja eins skýrt fyrir í dag og eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar þegar Gerrard sagði: ,,Hvernig get ég farið eftir kvöld eins og þetta?"

Málið hefur tafist nokkuð þar sem umboðsfyrirtæki Gerrard, SFX, hefur ekki klárað að dagsetja frekari viðræður en þetta hefur orðið til þess að Real Madrid hefur sent tvær óformlegar fyrirspurnir sem Benítez hunsaði en auk þess vita allir af áhuga Chelsea.

Struan Marshall umboðsmaður Gerrard mun hinsvegar mæta á Merseyside í dag til viðræðna við Rick Parry framkvæmdastjóra Liverpool. Núverandi samningur leikmannsins rennur út árið 2007 en með því að framlengja við félagið er talið að laun hans fari í yfir 75 þúsund pund á viku en þá yrði hann launahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins. Talið er þó að fyrsta ósk umboðsmanna hans sé jafnvel enn hærri.
Athugasemdir
banner
banner
banner