Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
   mið 17. desember 2025 23:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Strasbourg
Höskuldur fékk Frakkana til að hlæja - „Síðasta vika hefur verið yndisleg."
Á fréttamannafundi í dag.
Á fréttamannafundi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Sigur vannst gegn Shamrock síðasta fimmtudag.
Sigur vannst gegn Shamrock síðasta fimmtudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks og hann sat fyrir svörum á fréttamannafundi á Stade de la Meinau í Strasbourg í dag. Hann svaraði þar spurningum frá undirrituðum og frönskum fjölmiðlamönnum.

Framundan er leikur Strasbourg og Breiðabliks, leikurinn hefst klukkan 20:00 að íslenskum tíma annað kvöld og er um úrslitaleik að ræða fyrir Breiðablik.

Blikar þurfa að vinna til að eiga möguleika á sæti í umspilinu um sæti í 16-liða úrslitum keppninnar, en Strasbourg er sem stendur á toppi deildarinnar og öruggt með sæti í 16-liða úrslitunum.

„Á blaði eru líkurnar kannski ekki okkur í vil, en við komum kokhraustir í þennan leik, með fulla trú á þessu verkefni og ætlum okkur að gera eitthvað. Fókusinn er á að það séu 11 á móti 11 og þar með erum við í séns. Ég tel líkurnar á jákvæðum úrslitum bara nokkuð góðar."

„Þetta er mjög verðugt verkefni að mæta Strasbourg og mikil gulrót (að eiga möguleika á umspilssæti). Við förum inn í leikinn þannig að við höfum engu að tapa og til alls að vinna. Við munum horfa til þess að þetta er hreinn úrslitaleikur fyrir okkur að halda áfram í þessari skemmtilegu og frábæru keppni."

„Vikan hefur verið full af tilhlökkun. Það var mjög mikilvægt að við náðum góðum úrslitum á móti Shamrock og settum okkur þannig í þá stöðu að koma hingað með mikið undir og örlögin í okkar höndum þótt þetta sé sennilega besta liðið í þessari keppni sem við erum að mæta. Það gerir það bara enn verðugra að fara í gegnum það. Síðasta vika hefur bara verið yndisleg."


Franskur fjölmiðlamaður skaut inn í að Íslendingar væru þekktir fyrir að gefast aldrei upp. Höskuldur játti því, sagði einfaldlega 'oui' og uppskar hlátur frá fundargestum.

Hann var svo spurður hvort að veðrið í Strasbourg væri svipað og á Íslandi. „Það er kannski fullheitt," sagði fyrirliðinn á léttu nótunum. Veðrið í dag var nokkuð fínt, 5-6 gráður, en ef spáin rætist verða einungis um þrjár gráður þegar leikurinn fer fram annað kvöld.

Hann var líka spurður út í tímabilið hjá Blikum.

„Það voru vonbrigði að enda í 4. sæti, ekki eins og við höfum vanist undanfarin ár."

„Að því sögðu finnst við vera að klára árið mjög jákvætt í Sambandsdeildinni. Mér finnst við óheppnir að vera ekki með fleiri stig í keppninni eftir góða frammistöðu á heimavelli,"
sagði fyrirliðinn.
Athugasemdir
banner
banner