Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   lau 02. júlí 2005 09:42
Arnar Jóhannsson
Santos og Madrid ná samkomulagi um Robinho
Robinho t.v. ásamt Kaka
Robinho t.v. ásamt Kaka
Mynd: Arnar Jóhannsson
Nú er orðið ljóst að Robinho leikmaður Santos gengur til liðs við Real Madrid eins og þrálátur orðrómur hefur verið um undanfarna mánuði. Robinho er þriðji leikmaðurinn sem gengur til liðs við Madrid á örfáum dögum því Carlos Diogo og Pablo Garcia gengu til liðs við félagið á dögunum.

Félögin náðu saman um kaupverð í gærkvöldi á heimili forseta Santos en Real og Robinho höfðu þegar samið um kaup og kjör. Kaupverðið er 25 milljónir Evra (17 milljónir punda) en Santos fær aðeins 60% þess hlutar þar sem umboðsmaður leikmannsins á 40% hlut í honum.

Emilio Butragueno var í skýjunum með að samningar skyldu nást í gær. "Þrátt fyrir ungan aldur getur hann haft gríðarleg áhrif á okkar lið. Luxemburgo þurfti aðeins örfáar sekúndur til að segja sína skoðun á leikmanninum. Hann er mjög ánægður með að fá hann."

Enskir og spænskir fjölmiðlar spá því nú að Real Madrid muni nú einbeita sér að því að krækja í Steven Gerrard, en sömu heimildir herma að samningaviðræður hans og Liverpool gangi fremur illa.
Athugasemdir
banner
banner
banner