Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 07. desember 2018 15:14
Magnús Már Einarsson
AGF leggur Tómasi Inga lið
Tómas Ingi Tómasson.
Tómas Ingi Tómasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danska félagið AGF auglýsir á heimasíðu sinni söfnun sem er í gangi fyrir Tómas Inga Tómasson. Á sunnudag fer fram Tommadagurinn í Egilshöll en þar er um að ræða styrktardag fyrir Tómas.

Tómas gekkst undir liðskiptaaðgerð á mjöðm fyrir um fjórum árum og hefur ekki náð sér síðan en hann er á leið í aðgerð í Þýskalandi.

Tómas Ingi var í tvö ár hjá AGF í kringum aldamótin þar sem hann skoraði fjögur mörk í 37 leikjum.

AGF hvetur stuðningsmenn sína til að leggja Tomma lið en á heimasíðu félagsins kemur fram að margir fyrrum liðsfélagar hans séu í dag í „old boys" liði AGF.

Smelltu hér til að sjá fréttina á heimasiðu AGF

Allir geta lagt Tomma lið með því að leggja inn á 528-14-300 kt: 0706694129

Nánar um Tommadaginn á Facebook

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner