Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 09. janúar 2019 13:00
Magnús Már Einarsson
Heimir tekur til í hópnum: Smá hvellur í augnablikinu
Heimir Hallgrímsson og Bjarki Már Ólafsson.
Heimir Hallgrímsson og Bjarki Már Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Heimir Hallgrímsson hefur gert miklar breytingar á leikmannahópi Al Arabi síðan hann tók við liðinu fyrir mánuði síðan. Heimir hefur látið fjölda leikmanna róa á önnur mið og er nú að fá nýja menn inn í þeirra stað.

„Það eru tólf leikmenn farnir. Sumir hafa farið á lán eða aftur niður í U23 ára liðið eða eitthvað svoleiðis" sagði Heimir í í Miðjunni á Fótbolta.net í dag.

Heimir tók við Al Arabi í desember og er með Bjarka Má Ólafsson sér til aðstoðar.

„Við vissum að það þyrfti að breyta hópnum. Við erum með ákveðna hugmyndafræði sem er ein af ástæðunum fyrir því að við vorum ráðnir hingað. Við vildum ekki að katarska deildin yrði einsleit. Það er mikið af brasilísum og spænskum áhrifum hérna en við eigum að vera öðruvísi lið með öðruvísi nálgun á fótboltann. Það er gaman að fá að taka þátt í því."

„Það voru leikmenn í hópnum sem voru ekki með það hugarfar og vinnusemi sem við viljum að leikmenn hafi. Við höfum þurft að taka til. Það hefur verið skúrað út og það er smá hvellur í augnablikinu en við mátum það þannig að það er betra að gera hlutina strax og vinna út frá því heldur en að vera smá saman að breyta hlutunum."


Smelltu hér til að hlusta á Heimi í Miðjunni
Athugasemdir
banner
banner