Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 07. maí 2019 11:00
Arnar Daði Arnarsson
Lið 2. umferðar - Þrír KA-menn
Gunnar Þorsteinsson er í liði umferðarinnar.
Gunnar Þorsteinsson er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Orri Björnsson í baráttunni í gærkvöldi.
Halldór Orri Björnsson í baráttunni í gærkvöldi.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Úr leik KA og Vals.
Úr leik KA og Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
2. umferðin í Pepsi Max-deild karla lauk í gær með 1-1 jafntefli Víkings R. og FH í Laugardalnum.

16 mörk litu dagsins ljós í umferðinni og fjórir leiki af sex enduðu með jafntefli. Þjálfari umferðarinnar er Óli Stefán Flóventsson sem virðist vera með gott tak á Valsliðinu.


KA er með þrjá fulltrúa í liði umferðarinnar eftir 1-0 sigur á Val á heimavelli. Í vörninni eru þeir Torfi Tímoteus Gunnarsson og Haukur Heiðar Hauksson. Hallgrímur Mar Steingrímsson fær það hlutverk að vera upp á topp í liði umferðarinnar.

Með KA-mönnunum tveimur í vörninni er Björn Berg Bryde sem átti flottan leik í vörn HK í nágrannaslagnum gegn Breiðablik. Ásgeir Marteinsson samherji BBB er í holunni.

Í markinu er Vladan Djogatovic markvörður Grindavíkur sem gerði 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni. Liðsfélagi hans Gunnar Þorsteinsson stýrir miðjunni.

Varamaðurinn, Halldór Orri Björnsson var valinn maður leiksins í leik Víkings og FH en hann skoraði eina mark FH í leiknum.

Reynsluboltarnir í liði KR, Pálmi Rafn Pálmason og Óskar Örn Hauksson eru einnig í liði umferðarinnar og síðan er annar reynslu bolti Helgi Valur Daníelsson einnig á miðjunni.

Sjá einnig:
Lið 1. umferðar

Athugasemdir
banner