Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 16. maí 2019 23:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
3. deild: Kórdrengir tróna á toppnum með fullt hús
Viktor Unnar skoraði annað mark Kórdrengja.
Viktor Unnar skoraði annað mark Kórdrengja.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vængir Júpiters 1 - 2 Kórdrengir
0-1 Daníel Gylfason ('6)
0-2 Viktor Unnar Illugason ('14)
1-2 Kolbeinn Kristinsson ('20)
1-3 Keston George (82')

Kórdrengir höfðu betur gegn Vængjum Júpiters í eina leik kvöldsins í 3. deild karla í kvöld.

Daníel Gylfason skoraði fyrsta mark leiksins á sjöttu mínútu og á 14. mínútu bætti Viktor Unnar Illugason við öðru marki fyrir gestina úr Kórdrengjum.

Kolbeinn Kristinsson minnkaði muninn fyrir Vængi á 20. mínútu og staðan í hálfleik var 2-1 fyrir Kórdrengi.

Varamaðurinn Keston George innsiglaði svo sigurinn fyrir Kórdrengi í seinni hálfleik. Lokatölur því 3-1 fyrir Kórdrengi.

Kórdrengir, sem er frábærlega mannað lið, er á toppnum með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Vængir eru með þrjú stig í sjötta sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner