fim 18. júlí 2019 21:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Inkasso-kvenna: Efstu liðin unnu - Líka Haukar og Fjölnir
Birta gerði tvennu fyrir FH.
Birta gerði tvennu fyrir FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Olivia Marie Bergau skoraði sigurmark Þróttar úr vítaspyrnu.
Olivia Marie Bergau skoraði sigurmark Þróttar úr vítaspyrnu.
Mynd: Raggi Óla
Fjölnir hefur unnið þrjá af síðustu fjórum.
Fjölnir hefur unnið þrjá af síðustu fjórum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru fjórir leikir í Inkasso-deild kvenna í kvöld og voru þeir allir í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

FH er á miklu skriði og þær höfðu betur gegn Aftureldingu á Kaplakrikavelli. Darian Powell kom Aftureldingu yfir en FH svaraði með tveimur mörkum fyrir leikhlé. Birta Georgsdóttir og Helena Ósk Hálfdánardóttir með mörkin.

Skellur fyrir Aftureldingu og þær náðu ekki að svara í seinni hálfleiknum. Birta Georgsdóttir skoraði annað mark sitt og þriðja mark FH undir lokin. Lokatölur 3-1 fyrir FH í Hafnarfirðinum í kvöld.

FH er búið að vinna fimm leiki í röð í deildinni og er á toppnum í deildinni með 22 stig, einu stigi meira en Þróttur. Afturelding er í fjórða sæti með 13 stig.

Þróttur komst tvisvar yfir gegn Grindavík suður með sjó, en tvisvar jafnaði Grindavík. Sigurmark Þróttar kom úr vítaspyrnu á 94. mínútu leiksins og dramatískur sigur þeirra staðreynd. Þróttur er eins og áður segir í öðru sæti. Grindavík er í áttunda sæti með 11 stig.

Eftir erfiða byrjun hefur Fjölnir unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum. Í kvöld vann Fjölnir lið Augnabliks, 3-1. Fjölnir er með 11 stig í níunda sæti og Augnablik með 12 stig.

Þá er spurning hvort Haukar séu að vakna til lífsins. Haukarnir mörðu sigur gegn botnliði ÍR í kvöld og unnu þar með sinn annan sigur í röð. Vienna Behnke skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu.

Haukar eru með 12 stig í fimmta sæti og er ÍR á botni deildarinnar án stiga.

Hér að neðan má sjá úrslit, markaskorara og textalýsingar kvöldsins.

Fjölnir 3 - 1 Augnablik
1-0 Sara Montoro ('13 )
2-0 Rósa Pálsdóttir ('18 )
3-0 Sara Montoro ('43 )
3-1 Ásta Árnadóttir ('85 )
Lestu nánar um leikinn

ÍR 0 - 1 Haukar
0-1 Vienna Behnke ('48 , víti)
Lestu nánar um leikinn

FH 3 - 1 Afturelding
0-1 Darian Elizabeth Powell ('14 )
1-1 Birta Georgsdóttir ('28 )
2-1 Helena Ósk Hálfdánardóttir ('45 )
3-1 Birta Georgsdóttir ('89 )
Lestu nánar um leikinn

Grindavík 2 - 3 Þróttur R.
0-1 Olivia Marie Bergau ('46 , víti)
1-1 Álfhildur Rósa Kjartansdóttir ('66 , sjálfsmark)
1-2 Linda Líf Boama ('84 )
2-2 Nicole C. Maher ('88 )
2-3 Olivia Marie Bergau ('90 , víti)
Lestu nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner