Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 10. september 2019 08:30
Hafliði Breiðfjörð
Elbasan, Albanía
Kolbeinn með umbúðir á hnénu á æfingu Íslands í gær
Icelandair
Kolbeinn á æfingunni í gær.
Kolbeinn á æfingunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn Kolbeinn Sigþórsson átti góðan dag á laugardaginn þegar hann skoraði fyrsta mark Íslands í sigri á Moldavíu í undankeppni EM 2020.

Í kvöld er svo leikur gegn Albaníu sem fer fram í Elbasan klukkan 18:45.

Liðið æfði á keppnisvellinum í Elbasan í gær og þá mátti sjá að Kolbeinn var með umbúðir á hnénu. Ekkert benti þó til þess að neitt væri að hrjá Kolbein en hann þurfti meðferð Rúnars Pálmarssonar sjúkraþjálfara í fluginu á leiðinni til Albaníu.

Erik Hamren landsliðsþjálfari sagði á fréttamannafundi fyrir æfinguna að allir leikmenn liðsins væru heilir og því vonandi að Kolbeinn sé klár í slaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner