Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
   mið 17. desember 2025 21:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeild kvenna: Glódís fjarri góðu gamni er Bayern komst áfram
Kvenaboltinn
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það var Íslendingaslagur í síðustu umferð deildarkeppni Meistaradeildar kvenna þegar Bayern fékk Valerenga í heimsókn.

Glódís Perla VIggósdóttir var ekki í leikmannahópi Bayern vegna veikinda en Arna Eiríksdóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir voru báðar í byrjunarliði Valerenga.

Bayern þurfti á sigri að hada til að enda í einu af fjórum efstu sætunum og tryggja sér farseðilinn beint í átta liða úrslit. Valerenga þurfti á sigri að halda til að komast í umspil.

Bayern byrjaði mjög vel og var komið með tveggja marka forystu eftir tíu mínútna leik og Pernille Harder innsiglaði 3-0 sigur liðsins íi seinni hálfleik. Bayern endar því í 4. sæti og er eitt af fjórum liðum sem fara beint í átta liða úrslitin. Valerenga endar í 14. sæti en hefði þurft að enda í 12. sæti eða ofar til að komast í það minnsta í umspil.

Amanda Andradóttir var á bekknum þegar Twente gerði dramatískt jafntefli gegn Real Madrid en spænska liðið jafnaði á lokasekúndunum. Þessi úrslit dugðu ekki til og Twente er úr leik.

Barcelona, Lyon og Chelsea fara með Bayern beint í 8-liða úrslitin en Arsenal, Man Utd, Juventus, Real Madrid, Wolfsburg, Paris FC, Atletico og Leuven fara í umspil um fjögur síðustu sætin í 8-liða úrslitum.

Roma W 6 - 1 St. Polten W

Bayern W 3 - 0 Valerenga W

Juventus W 0 - 1 Manchester Utd W

Oud-Heverlee W 0 - 3 Arsenal W

Lyon W 4 - 0 Atletico Madrid W

Paris W 0 - 3 Barcelona W

SL Benfica W 1 - 1 PSG W

Twente W 1 - 1 Real Madrid W

Wolfsburg W 1 - 2 Chelsea W
Meistaradeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner