Manchester City 2 - 0 Brentford
1-0 Rayan Cherki ('32 )
2-0 Savinho ('67 )
1-0 Rayan Cherki ('32 )
2-0 Savinho ('67 )
Man City er komið áfram í undanúrslit enska deildabikarsins eftir sigur á Brentford á heimavelli í kvöld.
Man City var rmeð öll völd á vellinum í fyrri hálfleik en þó reyndi ekki mikið á Hákon Rafn Valdimarsson sem var í marki Brentford í kvöld.
Eftir hálftíma leik fór Hákon í úthlaup eftir hornspyrnu og truflaði Kevin Schade sem skallaði boltann út. Hann fór til Rayan Cherki sem skoraði með glæsilegu skoti fyrir utan teiginn, óverjandi fyrir Hákon.
Það var umdeilt atvik eftir stundafjórðung þar sem Abdukodir Khusanov slapp með gult spjald þegar hann braut á Schade þegar hann var sloppinn í gegn.
Fleira markvert gerðist ekki í fyrri hálfleik en yfirburðirnir héldu áfram í seinni hálfleik. Eftir rúmlega klukkutíma leik innsiglaði Savinho sigur Man City þegar skot hans fór af varnarmanni og boltinn sveif yfir Hákon og í netið.
Athugasemdir





